- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Fyrsta bindi /
302

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

302

Fl.jót og ár.

Leiðvallarhólmar. og heitir Gvendaráll vestan við þá. í*ar

fyrir neðan rennur Skálm með miklum eyrum og breikkum

í Kiiðatljót að vestan; Skálm kemur upp i uppsprettulindum

nærri Loðinsvikum, en stundum renna i hana jökullækir

undan Mýrdalsjökli. Þá rennur önnur á úr Alftaveri saman

við Kúðafljót, sem heitir Landbrotsá, myndast hún af

lækjum, sem heita Kælarar, og mörgum öðrum uppsprett-

um. Þar sem ár þessar koma saman við Kúðafljót myndast

breiður vatnsfláki. Par eru austur af Alftaveri stórir hólmar

i fljótinu, meðal annara Bæjarhólmur og á honum bærinn

Sandar, þar er hið vanalega vað á Kúðafljóti; verður að riða

það upp og ofan, ótal eyrar og ála og eftir löngum brotum;

þar er viða bleytuhætt. Fyrir ofan Leiðvallarhólma er

Kúðafljót viðast 3—400 faðmar á breidd, en niður við Alfta-

ver, við mynni Skálmar og Landbrotsár, eru vötnin mema

en hálf míla á breidd, en dragast svo aftur sainaii að ósnum.
t

A Mýrdalssandi hafa jökulkvislar verið mjög breytilegar
vegna jökulhlaupanna. Par eru nú helztar ár Blautakvisl.
Sandvatn og Múlakvisl. Blautakvisl kemur upp á
sand-inum miðjum; Sandvatn kemur undan Kötlujökli
norð-vestur af Hafursey, rennur suðaustur sandmn og flæðir oft
yfir stór svæði. Skamt þaðan er Múlakvisl (Höfðá), hún
kemur úr gljúfragiljum á Höfðabrekkuafrétti og rennur niður
með Höfðabrekkufjalli að austan, en vestan við hinn sama
fjallshrygg kemur niður Kerlingardalsá. A Mýrdalssandi
hafa áður verið ár, sem nú eru horfnar t. d. Eyjará, sem
var mikið vatnsfall á 18. öld, og Nýjavatn eða Kötlukvisl.1)
sem var stór á eftir hlaupið 1823.

Um Mýrdal renna ýmsar smáár og nokkrar jökulár
skemma engjar manna i vatnavöxtum, mestar þeirra eru
Hafursá og Klifandi fyrir austan Pjetursey, og reuna
þær stundum saman og flæða yflr mikil svæði. Jökulsá
á Sólheimasandi (eða Fúlilækur) kemur fram undan
end-anum á löngum skriðjökli, hérumbil 300 fet yfir sjó. Ain

’) í þeirri kvísl drukknaði fórarinn Öfjorcl sýslumaður, sem Bjarni
Thorarensen orti eftir (Kvæði 1884 bls. 99—102).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:42 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/1/0316.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free