- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
13

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Jöklar.

13

og orsakast líklega af miklum vatnsgangi i jöklunum eða
þá stundum af fjarlægum eldsumbrotum. Pá segja menn
að gangur só i jöklunum. Þegar svo stendur á, bólgnar
skriðjökullinn mjög að framan, rifnar og umhverfist, en
vatn-ið fossar út um rifurnar; þokast þá af vatns-og jökulþunga
meiri og meiri ís að neðsta enda jökulsins, svo hann
hækk-ar mjög og kemst i mikla hreyfingu og færir þá jarðveg
og jökulöldur, aur og stórgrýti saman í hrúgur og hryggi;
jökullinn þrýstir þá oft svo fast að jarðvegi, sem nærri er,
að liann ris i háar fellingar og grassvörður vefst saman i
vöndla. Eftir nokkra stund nær jökullinn jafnvægi og
stöðv-ast, vatnið streymir burtu, siðan bráðnar framan af
jökl-inum alt hrúgaldið, sem upp hefir hlaðist, og alt kemst i
samt lag, en jökulöldurnar hafa ekist miklu lengra fram en
annars hefði orðið með eðlilegum gangi. •

Pað hefir nokkrum sinnum borið við að slíkur gangur
hefir komið i Breiðamerkurjökul. Um vorið 1869 var
t. d. mikill ókyrleiki i jökli þessum, svo fremsti tangi hans
gekk i júni og júlí fram undir malarkamb, og er sagt að
jökullinn hafi ýtt svo fast á auröldurnar, að þær ultu fram
j’fir sig einsog snjófióð. í*á gekk rönd jökulsins alveg
fram á öldur þær, er hlifðu engjunum á bænum Felli, sem
áður var stór jörð með miklum slægjum, en Jökulsá
samlag-aði sig Yeðurá og i byrjun júlímánaðar fóru þær gegniun
dæld fyrir ofan bæinn og fiæddu yfir allar engjarnar og
huldu þær grjóti og aur og loks tók af bæinn sjálfan; þar
sést nú ekkert nema grjót og sandur, alt graslendi er farið.

Brúarjökull hefir oft verið ókyr. Arið 1625 var
mikill gangur i jökli þessum, þá hljóp Jökulsá á Brú, gekk
20 álnir hærra en vant var og braut af sér brúna.1) Um
veturinn 1889—90 var mikill vöxtur í jökulánum. sem
frá þessum jökli falla, og i þeim óvanalega mikill
jökul-gormur; um nýár 1890 þóttust menn sjá eldsloga upp úr
jökliniun suður af Snæfelli og seinna fundust jarðskjálftar
og heyrðust brestir; 27. júli kom hlaup i Jökulsá á Brú og

Ferðabók Eggerts Ólaí’ssonar, bls. 792.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0025.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free