Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.
Breiðamerkurjökull.
55
Breiðamerkurfjall af jöklum og stendur sem ey upp úr
ís-breiðunum.
A Breiðamerkursandi hafa miklar breytingar orðið
sið-an land bygðist, en þvi miður hafa menn á fyrri öldum
ekkert skrásett um það, hvernig Breiðamerkurjökull hefir
aukist og sigið fram. Um seinni hluta 18. aldar hlýtur að
hafa verið mikill gangur i jöklinum, um miðja öldina segir
Eggert Olafsson, að endi hans sé tæpa milu frá sjö, þó hefir
hann eflaust þá verið siginn langt fram i samanburði við
það, sem fyrst var á landnámstíð, því þá liefir eflaust mikið
af sandinum verið grasgróið, að minsta kosti vestan til, og
jöklar náð rétt niður á sléttlendi en jökullækir kvislast
um, svipað og nú er á Mýrum við Hornafjörð. fegar
Sveinn Pálsson fór Breiðamerkursand 1793, var jökullinn
genginn mikið lengra fram en þegar Eggert fór þar um,
og árið eftir, um hvitasunnu 1794, hljóp jökullinn og gekk
fyrir austan Jökulsá 200 faðma fram, þá var endi hans
fjórð-ung mílu frá sjó; þá gekk hann yfir Brennhóla. Siðan á
18. öld hefir gangurinn verið langmestur i austasta hluta
jökulsins og nú er hann nærri genginn fram að flæðarmáli.
sem fyr gátum vér. Henderson getur þess, að þegar hann
fór þar um 1815, þá sá hann að jökullinn hafði gengið yfir
braut ferðamanna, er höfðu farið þar um fyrir 8 dögum.1)
r
Arið 1852 var hlaup i Breiðamerkurjökli og svo 1869, sem
fyr hefir verið sagt frá, þegar Fell eyddist.
í jökulvikinu, þar sem Breiðá kemur út og
Breiðamerk-urjökull nú er bráðnaður saman við Hrútárjökul hinn eystri,
var til forna grasivaxið land. Undir endanum á
Breiða-merkurfjalli, þar sem Eystri-Hrútárjökull nú er genginn yfir,
var fyrrum bær, er hét Fjall, þar nam fórður illugi land,
sonur Eyvindar eikikróks, hann braut skip sitt á
Breiðár-sandi og er annarstaðar kallaður Illugi Fellsgoði.2) Par hefir
fyrrum verið mikið og grösugt beitiland, þvi kirkja á
Rauðalæk átti 1179 tilkall til að mega hafa 160 geldinga
1) Iceland I. bls. 238.
2) Landnáma IV. kap. 10. II. kap. 6.
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>