- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
60

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

60 Jöklai-.

kambur að vestan. Undan Kvíárjökli koma tvær ár,
Eystri-og Vestri Kviá, þær eru ekki mjög vatnsmiklar en ákaíiega
strangar og stórgrýttar. Viö suðvesturhorn Kviárjökuls er
hlið á jökulgarðinum og er þar breið rás niður frá
jöklin-um, sandur með lausum björgum, hefir þar liklega
einhvern-tima komið hlaup úr jöklinum, þar eru kölluð Stórugrjót.
Vestar og sunnar ganga tveir mjóir og brattir skriðjöklar
niður hamragil, hinn eystri heitir Hólárjökull, milli
Stað-arfjalls og Eyjafjalls, úr honum rennur Hólá, hann er
rúmur þriðjungur milu á lengd og eigi meir en þúsund
álnir á breidd, í honum er hár jökulfoss, þar sem ísinn hefir
brotnað irni fjallsbrún; endi Hólárjökuls var 1904 284 fet
yfir flæðarmáli. Stigárjökull er viðlika langur en
fram-mjór, undan honum kemur Stigá, endi hans liggur hærra,
um 900 fet yfir sjó. Skamt fyrir vestan Stigárjökul ganga
tveir litlir og stuttir skriðjökulstangar út úr hjarninu, en
þeir ná eigi lengra niður en á 2600 feta hæð, þeim er
ekk-ert nafn gefið.

Fyrir vestan Stigárjökul og niður af hinum siðastnefndu
jökultöngum ganga há fjöll suður úr Öræfajökli, með ýmsum
nöfnum, vestur undir Sandfell. þar er Stórhöfði (2499’),
Hofs-fjall (23714) o. fl. fjöll. Pá gengur Kotárjökull niður til
suðvesturs og klýfst utarlega af Rótarfjalli (2805’), undan
honum fellur Kotá, stórgrýtt og ströng, um ávala malarbungu,
þar liggja stór björg á við og dreif og hafa þau eflaust
bor-ist niður með hlaupinu 1727, þar eru grjótöldur stórar og
hólar og eru kallaðir »jöklar«, einsog svipaðir hólar á
Mýr-dalssandi, á Kotáraurum eru t. d. Svartijökull, Grasjökull,
grasivaxinn hóll o. fl. Kotárjökull er hálf míla á lengd og
þriðjungur milu á breidd efst, áður hann skiftist, en neðsti
endinn liggur 937 fet yfir sjó. Vestan við Kotárjökul er
Sandfellsheiði. niður í hana gengur stuttur jökultangi, niður
að 2400 fetum yfir sjó, en vestan við hana er
Virkisjök-ull eða Falljökull, hann er brattur, 3/i úr mílu á lengd, en
víðast fjórðungur mílu á breidd, og nær hérumbil niður að
570 feta hæð yfir sjó; upp úr honum stendur fell ofantil og
niður frá þvi er aurrák mikil. Ur Virkisjökli koma Fall-

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free