- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
81

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Strýtufjöll.

81

stundum storknar allur botninn. en stundum bráðnar hannalt í

einu og ákafi eldleðjunnar að neðan er þá svo mikill, að það sýð-

ur upp úr pottinum og hraun renna niður hliðarnar. Pó ekkert

slíkt eldfjall sé enn gjósandi á Islandi. þá má þó á ýmsum

dyngjum finna öll þau tilbrigði, er sýna stigbreytingar gos-

anna Oft eru á hraunbotninum minni katlar, afardjúpir,

stundum eru slíkar holur fyrir utan miðgiginn, á bungunni

sjálfri og stundum eru hrauntraðir milli slikra katla. Dyngjur

hafa aðeins gosið hrauni, á þeim eða i þeim sést hvorki eld-

fjallaaska né hraunklessur og hraunkúlur, sem mynda þykk

lög við fiest önnur eldfjöll, úr dyngjunum hefir eingöngu

runnið þunn hraunleðja af blágrýtiskyni, aðrar bergtegundir

eru þar ekki sýnilegar. Sumstaðar sést það, að alt eldfjallið

eða lilutar þess hafa sigið eftir gosin. Pó dyngjur séu sér-

stakir eldfjallaeinstaklingar, þá virðast þær þó bundnar við

sprungur i jarðarskorpunni, einsog gigaraðir, en náttúrlega

er örðugra að sýna að svo sé, af því hraunbungurnar þekja

svo afarmikil svæði og hylja alt, sem undir þeim hefir verið

i öndverðu. Stundum hvelfast dyngjurnar upp á hallandi

hásléttum (Trölladyngja, Skjaldbreið), stundum hafa þær

myndast utan i móbergs- og grágrýtisfjöllum (Heiðin há)

eða i endanum á móbergsrana (Kollótta Dyngja). Ekki vita

menn til þess, að nokkur dyngja hafi gosið síðan á land-

námstið, en áður hafa runnið úr þeim stórefiis hraunelfur,

t

þannig er mikill hluti Odáðahrauns kominn úr
dyngju-mynduðum eldfjöllum, og úr Trölladyngju hefir runnið
afar-mikið hraunflóð niður hálendið og niður um Bárðardal,
hraun þetta heitir Frambruni og er nærri 15 mílur á lengd.

Strýtufjöll. Eldfjöll með svipuðu sniði einsog
algeng-ast er i öðrum löndum eru nokkur til á fslandi, en þó þau
séu allstórvaxin, þá hafa þau engan veginn haft jafnmikla
þýðingu fyrir hraunmyndun einsog sprungur og dyngjur;
það mun óhætt að ætlast svo á, að tveir þriðju hlutar hrauna
á íslandi eftir isöldu séu komnir úr sprungum. gigaröðum
og dyngjum, en einn þriðjungur úr strýtufjöllum
Strýtu-mynduð eldfjöll eru samsett af hraunum, gjalli, vikri og
ösku. eftir ýmsu, mjög breytilegu, hlutfalli, þau eru uppmjó

6

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0093.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free