- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
96

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

96

Hi aun.

hátt í loft upp, duttu niður hálfstorknaðar alt um kring,
varð þetta um síðir svo hátt sem hólar. Skroldu þessar
brunnu hrúgur ofan á, runnu fram með aðalhraunfióðinu,
bráðnuðu stundum niður i það aftur, umveltust á ymsan
hátt, sprungu ásamt hraimberkinum sundur í ótal stykki,
stór og smá o. s. frv.«

Það er mjög mismunandi, hve hraun geta lengi haldið
i sér hita, það er komið undir þykt þeirra og efni og öðrum
kringumstæðum. Flest hraun kólna mjög fijótt á yfirborði,
en oftast seint að innan, þunn blágrýtishraun kólna fijótt,
en liparithraun halda hitanum afarlengi i sér. I
Sveina-gjárgigum, sem brunnu 1875, var ári siðar i sprungum
all-viða á 6 feta dýpi 300° C. hiti, en annarstaðar i hrauninu
var i sprungum, eftir fjarlægð frá gigunum, 200—130° hiti.
Hraun þetta er að meðaltali 25 fet á þykt. Sex árum eftir
gosið voru gjailmolar, hálfa alin undir yfirborði, enn svo
heitir, að varla var hægt að taka á þeim með berum
hönd-um. Hekluhraunið 1845, hélt lika lengi i sér hita og fimm
árum eftir gosið komu enn gufur úr sprungum með 100°
hita og heitari; svipaður hiti var í Krakatindshrauni fimm
árum eftir gosið 1878. Pykk liparithraun halda svo lengi
hita, að sjóðheitar hveragufur koma jafnaðarlega uppúr
sprungum og holum um margar aldir eftir gosið.

Hveragufur þær, sem stiga upp úr hraunsprungum,
innihalda margskonar efni, en lítt hafa þær verið
rannsak-aðar hér á landi. I hveragufum úr Hekluhrauninu 1845
fann Schythe árið eftir helzt vatnsgufur með klórvetni og
við margar sprungur hafði salmiak og klórjárn myndast, 5
árum siðar var salmíak þar enn að setjast á
sprungubarm-ana. Krystallar og skorpur af salmiaki voru einnig algengar
á Sveinagjárhrauni 1876 og dálítið af klórjárni; loftið, sem
kom úr hraunholunum, var samsett aðeins af kolasýru,
súr-efni og köfnunarefni, en þó i öðrum lilutföllum en í
andrúms-lofti.1) I annálum er þess getið, að við Heklugos 1341 hafi
kringum uppvarpið verið »hvitasalt svá mikit at klyfja

’) Tidskrift for Fysik og Chemie 1889, bls. 232.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0108.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free