- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
233

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hverir á Norðurlandi.

233

allmikið i laugum þessum og mikill gróður kringum þær.

Hjá Rej^kjum i Hjaltadal eru smálaugar i lækjargrafn-

t

ingi kippkorn fyrir austan bæinn, með 40—51° hita. I
Stíliu og Fljótum eru laugar allviða. Utan i Stifluhólunum
er laug i landi bæjar þess, sem Gil heitir, þar eru 58° heit
augu og hverahrúður nokkur; hjá bænum Reykjahóli,
nokkru norðar, er laug efst i toppinum á 255 feta háum,
strýtumynduðum hól; vatnið kemur þar upp um mölina 580
fet yfir sjó og er hlaðið kringum uppsprettuna, svo þar
verðiu" laug U/2 alin að þvermáli og 61° heit; lækur frá
henni hefir sett litla hrúðurskán á steina. Skamt fyrir
neðan bæinn á Barði er laug (65°), eins við Stóru-Reyki
i Flókadal og hjá Lambanesreykjum austan við Miklavatn,
þar er þó ekki nema 410 hiti. Par i Fljótum eru enn viðar
laugar og volgrur. Hjá Reykjum i Olafsfirði, 500 fet
yfir sjó, eru laugar, hitalitlar (40—42°), og dálitlar volgrur
eru i Svarfaðardal fyrir sunnan og ofan Tjörn. Við
Eyja-fjörð eru víða laugar. I Hörgárdal hjá Laugalandi er
litil laug (32°), en fyrir norðan og austan bæinn er gamalt
hverastæði, sem nú er vatnslaust, 11 faðmar á breidd og
17 faðmar á lengd. Pá eru laugar á Laugalandi i Eyjafirði,
við Reykhús hjá Hrafnagili og viðar. Langt uppi á
öræf-um, suður af Eyjafirði, 2300 fet yfir sjó, eru laugar, norður
af Laugahnúk, þær eru ofarlega i grafningi, sem lækur hefur
myndað gegnum holt; þar sem volga vatnið bullar upp um
sprungu (N. 25° V.), hefir myndast aflangt trog úr
sambak-aðri möl; hiti laugarinnar er 43°; sunnar er pollur með 41°
hita og i bökkum við Laugakvisl eru heitar sprænur, þar
er mestur hiti 53°. í Fnjóskadal eru hverir og laugar
fyrir sunnan bæinn á Reykjum (711 fet yfir sjó), heita vatnið
kemur upp um smáaugu og er 88—89° heitt, dálítill vottur
er þar fyrir hverahrúðri undir jarðvegi. Sunnan til i
Ljósa-vatnsskarði, nálægt Stór utj örnum, er litil laug, kemur
vatnið þar undan grasivöxnu melbarði og er heitast 53°,
ofar í barðinu eru litil vatnsaugu með 20—30° hita. I
Reykjadal eru smálaugar hjá Stóru-Laugum og
Litlu-Laugum. Heitt vatn bullar þar upp um mörg op utan i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0245.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free