- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
369

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Loftsjónir.

369

eða kviks og liktist því ekkert norðurljósi; roðinn var svo
sterkur, að jörð og sjór synclust blóðrauð af endurskini.

Pá má ennfremur geta þess, að vígabrandar og vígalinettir
með ýmsu eðli og mynd hafa oft sézt á íslandi sem í
öðr-um löndum og yrði það oflangt mál að tilgreina hér
frá-sagnir þær, sem til eru um þau fyrirbrigði fyr og siðar.
Oft hafa vigahnöttum fylgt brestir miklir og þytur i lofti.
niður eða suða. Stundum hafa þeir sýnt sig sem ljómandi
ský á hraðri ferð, stundum sem þjótandi hnettir á stærð við
heilt eða hálft tungl, stundum sem ljósrákir i lofti, fljúgandi
örvar eða sverð, stundum sindra þeir frá sér neistum,
stund-um slá þeir blóðrauðum bjarma á alt i kring o. s. frv.
Viga-hnettir og stjörnuhröp orsakast, sem kunnugt er, af
aðkom-andi steinum smáum og stórum utan úr geimi, sem jörðin
dregur að sér, þegar þeir koma i nánd við hana, en af
hrað-anum hitna þeir ógurlega og springa oftast i smámola eða
agnir

Pað sem vér hér að framan i texta og töflum höfum
skýrt frá loftslagi Islands á aðallega við strandlengjuna og
að nokkru leyti við sveitir þær, sem liggja nærri sjó, og má
heita að athuganir þær, sem gjörðar hafa verið, gefi þegar
nokkurn veginn ábyggilegt yfirlit yfir veðráttufar i þessum
hlutum landsins. Oðru máli er að gegna um hálendið, þó
menn af veðráttufari strandlengjunnar nokkuð geti ráðið i
hvernig loftslagi þar er varið, þá vantar þó nærri allar
at-huganir, sem gætu verið grundvöllur til að byggja á. I
óbygðum er þvi miður ekki hægt að hafa athugunarstaði,
þar sem samfeld þekking getur fengist; Möðrudalur. 1495 fet
yfir sjó, er hinn eini athugunarstaður á hálendinu og sýnir
það sig fljótt, hve miklu munar frá strandlengju i
vetrar-hörku, þó eigi sé hærra komið, og má af þvi ráða hve
vetrarveðráttan hlýtur að vera köld á aðalhálendi 3—4000

Sbr. Porv. Thoroddsen: Halastjörnur og stjörnuhröp (Tfmarit
Bókmf. IV, bls. 83—96).

24

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0381.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free