- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
383

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

I

Arferöi.

383

Ströndum vestur á Pálsmessu á föstu; vor var gott og
héld-ust votviðri með hlýindum fram á sumar og varð grasvöxtur
mikill, fiskiafli var ágætur og lestarhlutir fyrir sunnan. Pó
var harðrétti mikið á Norðurlandi, einkum i Þingeyjarsýslu,
svo þar féll fjöldi fólks. Upp frá þessu var oftast hagstætt
árferði i 25 ár, en seinasta fjórðung aldarinnar mikil
harð-indi. 1674 var mjög harður vetur, sem sérstaklega lagðist
þungt á Austfirði og Norðurland. Forsjá var litil, menn
reiddu sig mest á útigang, og þó árgæzka hefði þá lengi
verið á undan, þá varð nú þegar hinn mesti fjárfellir og
siðan hungur og manndauði. Alstaðar var hart á
Norður-landi, en þó verst fyrir austan Yaðlaheiði. Eftir páska hófst
manndauðinn mestur og hélzt alt árið, þá taldist til að dæju
11 hundruð i Pingeyjarþingi, en 14 hundruð i Múlaþingi og
margt fólk varð úti á heiðum; i Yopnafirði dóu 230 manna
og þar eyddust 14 bæir, en á Hofi urðu eftir 2 kýr og 6 ær
og svo viðlika á öðrum hinum betri bæjum. Vorið var
mjög hart, enginn gróður kominn i fardögum og aldrei fór
klaki úr jörðu á þvi sumri. Nú var aftur bærilegt árferði
um stund, en eftir 1685 voru þvi nær á hverju ári harðindi
og hafisar. Arið 1685 voru isar niiklir og skiptapar margir,
var þá kallaður »mannskaðavetur«; hafís kom á einmánuði
og lá til höfuðdags, mörg útlend fiskiskip og hvalveiðaskip
brotnuðu þá i isum. 1688—89 varð fellir og sultur og hófst
þá hin mikla harðindaskorpa sem hélzt út öldina, og 1690
dóu þegar allmargir snauðir menn úr hungri og sóttum;
1692 var mikill frostavetur og lagði fióa og firði langt út
frá landi (I, bls. 60); 1694 komu hafisar miklir fyrir norðan
og austan og alt fyrir Eyrarbakka og Vestmannaeyjar og
fóru isarnir ekki fyr en eftir alþing; árið eftir komu aftur
hafisar, einhverjir hinir mestu, sem sögur fara af, og
um-kringdu alt land (I, 56). Veturinn 1696 var fellivetur um
alt land, »svo enginn vissi slikan siðan hvitavetur«; vetur
þessi var kallaður »hestabani« eða »hrossavetur«. »A
mörg-um bæjum stóð hvorki eftir hross né sauður, þá var og um
vorið fiskileysi og litlir hlutir, en matbrestur til landsins;
útigangshestar átu stalla og stoðir, sem þeir náðu til, hris

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0395.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free