- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
400

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

400

Jurtaríkið.

fyrir fylliiigu gróðursins, útlit héraðanna og hagsæld
mann-anna. Grös, hálfgrös, viðir og lyng munu líklega taka yfir
langmest svæði, svo það eru tiltölulega fáar tegundir sem
mestu ráða um gróðrarfar landsins. Einstöku þrekmiklar
holtajurtir hafa fjarska mikla útbreiðslu hátt og lágt um
landið alt og eigi sizt á gróðurlausum öræfafiæmum, t. d.
geldingahnappar, kornsúrur, músareyru, geldingalauf,
punga-gras, ólafssúra, fjallasmári o. fl.

Nálægt 200 tegundum blómjurta og byrkninga eru
al-gengar um alt land, um 40 tegundir algengar i ýmsum
fjórðungum, rúmar 70 tegundir eru óalgengar, en vaxa þó
allvíða, en rúmar 50 tegundir eru mjög sjaldgæfar og vaxa
á örfáum stöðum, stundum aðeins á einum stað.1)
Hlut-fallið breytist eðlilega nokkuð við nánari rannsókn, en
mun þó liklega jafnan verða nálægt þessu.

Einsog fyrr gátum vér má óhætt segja, að gróðurinn
só mjög svipaður i öilum landshlutum, en þó eru stöku
tegundir einkennilegar fyrir sérstök héruð. Austurland er
i þeirri grein einna mest frábrugðið, þar eru
einkennis-plöntur, nokkrar tegundir algengar, sem ekki eru til
annar-staðar. Austur-Skaftafellssjslu má i þessu tilliti telja með
Austfjörðum og virðist Skeiðarársandur vera takmark hins
austræna gróðurs. Bláklukka (Campanula rotundifoUa) er
mjög algeng á Austurlandi, en mjög fágæt annarstaðar; í
Skaftafellssjslum hefir tegund þessi vestast fundist á
Bruna-sandi, en fyrir austan Skeiðará er hún mjög algeng og um
allar Múlasjslur. Gullsteinbrjótur (Saxifraga aizoides) er
líka algengur i Múlasjslum og nær suður i Oræfi, en hefir
eigi fundist í öðrum landshlutum. Fagurblóm (Trientális
evropœa) vex viða í skóglendi á Austurlandi, en hvergi
annarstaðar, eins er maríuvöttur (Alchemilla fœröensis) þar
algengur, en ófundinn annarstaðar; kirtiifræhyrna
(Cera-stium Edmondstonii) hefir fundist á nokkrum stöðum á

v) I „Flóru Íslands" eftir St. St. eru taldar alls 359 tegundir, af
jieim 197 tegundir algengar um alt land, 37 tegundir algengar í
ýms-um fjórðungum, 72 tegundir óalgengar, 53 tegundir mjög sjaldgæfar.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0412.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free