- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
409

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fjallagróður.

409

belti ná ekki til íslands, en hin þrjú, sem taka yfir
fjalla-gróður Noregs. innilykja alt Island, þau eru samt
engan-veginn nákvæmlega afmörkuð. en ganga á margan hátt
hvert inn i annað. Birkikjarr mun hvergi hafa fundist
hærra en 1700 — 1800 fet yfir sjó, en fjalldrapi kemst
nokk-uð hærra nm miðbik landsins, en hvorug þessara
birkiteg-uncla kemst nærri svo hátt i öðrum landshlutum, sérstaklega
ekki á útkjálkum. Hæðatakmörk jurtanna eru mismunandi
i ymsum héruðum einsog snælinan og fylgja henni
hlut-fallslega. Reynirinn nær ekki eins hátt einsog björkiu og
er liklega hæst yfir sjó hjá Mývatni (950 fet). Fyrir ofan
1800 fet eru víðitegundir um miðbik landsins einar af
tré-kendum plöntum, þó þær nái mestum þroska neðar;
viði-belti mætti heita frá 1800 til 2400 feta,x) en svo tekur
skófabeltið við og i þvi er hverfandi litið af viði nema
grasviðirinn eða geldingalaufið, sem nær alveg upp að
jökulmörkum. En það einkennir Island einsog önnur
heim-skautslönd, að tegundir þessara gróðrarbelta lika eru
sam-blandaðar við annan gróður á láglendi alveg niður að sjó.

Þó gróðrarfarið á Islandi sé dálitið ólikt á fjöllum og
láglendi, þá geta þó fjallajurtir oftast líka þrifist sumstaðar
i dölum og á sléttum, fiestar þeirra ná einhverstaðar niður
að sjó, að minsta kosti á útkjálkum, með þvi lifsskilyrðin
eru þar svipuð einsog á fjöllum. Flestar íslenzkar
jurta-tegundir hafa engin föst takmörk niður á við;
undantekn-ingarnar munu vera fáar. Aftur á móti munu allmargar
lágleudisplöntur hafa hæðatakmörk upp á við. komast ekki
upp á öræfi eða háfjöll, en þetta er enn að mestu
órann-sakað. Pá verður og að gæta þess, að allmikill gróður af
blómjurtum láglendis getur stundum, undir hentugum
kring-umstæðum, komist hátt upp í fjöll, út fyrir sitt eiginlega
vaxtarsvæði, t. d þar sem volgrur eru eða laugar og eins i
hliðum móti sólu inni á milli jökla, einsog t. d. undir
Arnar-felli hinu mikla, 1900 fet yfir sjó.

Við Gæsavötn, 2960 fet yfir sjó, eru örsmáar hríslur af gulvíði,
en þar eru dálitlar volgrur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0421.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free