- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
420

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

420 Jurtaríkið.

Dýjavætur eru algengar um alt land og eru dýin
vanaiega einkennilega ljósgræn á lit af mosum sem mest
ber á; þau sjást oft langt aö utan i fjallshliðum. oft i
löng-um röðum þar sem uppsprettuvatn kemur fram milli
blá-grýtislaga. Dý eru þvi oft á klettasyllum, en mest neðst i
fjallshiíðunum. Mest er þar af dýjamosa (Pliilonotis fontana),
en við dýin og uppsprettuaugun vaxa þó iika ýmsar
blóm-jurtir, t. d. dúnurtir (EpiJobium alsinifolium og E. alpinum),
lækjafræhyrna (Cerastium trigynum), lækjasteinbrjótur
(Saxi-fraga rwularis), naíiagras (Koenigia islandica), grýta (Montia
rimlaris) o. fl. Dýjavætur til fjalla eru oft nátengdar
brok-flóum og mýrum, svo fifu- og starargróður er algengur
nærri þeim.

Vatnagróðri hefir fyr verið lýst (I, 341 — 342) og eins
laugagróðri, sem er að mörgu sérstaklegur (II, 211). Við
brennisteinshveri er enginn eða mjög lítill gróður;
ein-kennilegt er það, að naðurtunga (Ophioglossum vulgatum) hefir
hvergi fundist nema við brennisteinshveri, við Gunnuhver
á Reykjanesi og i Bjarnarflagi við Mývatn, jurtin vex á
báð-um þessum fjarlægu stöðum i volgum ieirflögum; nokkrar
mosategundir haga sér á svipaðan hátt.x) í ám og lækjum
er vanaiega svo sem enginn gróður þar sem straumur er,
en i stokkum og síkjum niðri á flatlendi, þar sem vatnið er
orðið kyrt, er auk ýmsra tegunda af vanalegum
vatnsjurt-um einnig mikið af grænþörungum og með bökkum og á
steinum ýmsar mosategundir. Strandagróður með sjó er
oftast sérstaklegur með tegundum sem þar eiga heimili.
Par sem sævarsandurinn er finn og kvikur er oft melur
(Ehjmus arenarius) og sandvingull (Festuca arenaria), en i
fastara fjörusandi og möl vex oftast nærri sjó mikið af
öðrum jurtum, t. d. fjöruarfa (Halianthus peploides) og
gæsa-muru (Fotentilla anserina); muran þekur viða sævarsand á
stórum svæðum með rauðleitum murutágum; hrimblaðka
(Atriplex patulaj er einnig mjög algeng fram með sjó og

’) C. Ostenfeld: Skildringer af Vegetationen paa Island. (Botan.
Tidsskr. 22. Bind, 1899, bls. 238-243).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0432.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free