- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
436

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

436

Jurtaríkið.

upp af Barðaströnd eru skógar hér og hvar, einkum i Móru-

dal og svo i Vatnsfirði og vestan í Hjarðarnesi. Fram með

Þingmannaá, í nesinu milli hennar og vatnsins, var 1886

mikill skógur og fagur, er þar kölluð Mörk, einstöku hrísl-

ur voru jafnháar riðandi manni, stærstu iurkarnir á stærð

við mannsiæri, en þá var kappsamlega verið að höggva

skóginn, og 1900 var þar aðeins kjarr 4 feta hátt.I fjarð-

arbotnum i Múla- og Gufudalssveit er viða skógarkjarr,

t

einkum við Vattarfjörð og Mjóafjörð.2) I Suðurfjörðum inn
af Arnarfirði er viða skógur, einkum i Fossfirði,
Trostans-firði og Geirþjófsfirði, þá er og skógarkjarr við fjarðarbotna
inn af Djúpi. einkum þó við Hestfjörð, þar er víðáttumikið
birkikjarr með stórum gráviðisskellnm innan um. Fyrir
norðan Jökulfirði og á Hornströndum eru engir skógar, en
fauskar eru þar í mó.

í Dalasýslu og Snæfellsnessýslu er litið um skóga.
Sunnan Hvammsfjarðar er skógarkjarrið hjá Breiðabólsstað
einna viðáttumest, en ekki nema 3—6 fet á hæð; norðan
Hvammsfjarðar er mestur skógur við Staðarfell og Ytrafell
og á Skarðsströnd er litill reitingur á Viilingadai og við
Skarð; þá er og dálítill skógur hjá Saurum i Helgafellssveit.
Norður- og vesturhiuti Snæfellsness er skóglaus, en i
Búða-hrauni vex birkikjarr í hraungjótum og dálítið i
Eldborgar-hrauni.3) I Mýrasýslu er skógarkjarr hér og hvar á láglendi,
á ásum upp úr flóunum og i döium og hraunum, t. d.
Hraun-dalshrauni; en einna mestur skógur er i Norðurárdal, i
mynni dalsins, i Brókarhrauni og við Hreðavatn, og i
Pver-árhlið er Norðtunguskógur, aliviðáttumikið skógarsvæði;
ennfremur er nokkur skógur hér og hvar i Hvítársiðu á
hraunum við Hvitá. i Borgarfjarðarsýslu eru enn
töluverð-ar skógarleifar. Húsafellsskógur var fyrrum talinn með

1) Búnaðarrit XVI, bls. 27.

2) ITm skóga i Barðastrandarsýslu eftir Einar Helgason í
Búnaðar-riti XVI, 1901, bls. 22-31.

3) Um skóga í Dala- og Snæfellsnessýslum sjá Helgi Jónsson:
Vegetationen paa Snæfellsnes. (Vidensk. Meddel., Naturh. Foren. 1900,
bls. 71-80, 88-89).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0448.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free