- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
476

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

476

Spendvr.

síld og marhnútum, en þó mest af loðnu og eltir
loðnutorf-nrnar langar leiðir^ hami etur lika ýmsar krabbategundir.
A fyrri timum hefir verið óguriegur sægur vöðusela i
norð-urhöfum, en þeim hefir stórum fækkað af gengdarlausu
sela-drápi ýmsra þjóða, sem gert hafa út mörg skip til selaveiða.
Um 1870 voru árlega drepnir á isnum milli Jan Mayn og
Spitzbergen 200 þúsund vöðuselir og við Newfoundland 500
þúsund. 1896 voru 100 þúsund vöðuselir drepnir við
Austur-Grænland og 200 þúsund við Newfoundland. Yöðuselurinn
hefir verið algengur um öll hin nyrðri heimskautshöf, en
heldur sig mest við is og kulda, kemst þess vegna miklu
skemra suður á bóginn austan við Atlantshaf, en að vestan;
frá isöldu hafa menn þó fundið bein af honum alt suður i
Frakkland.

f r

A Islandi kemur vöðuselurinn nú aðeins að
Norður-landi, en var áður lika algengur á Breiðafirði, Vestfjörðum
og Austfjörðum, kom jafnvel stundum að Suðurlandi i
mikl-um isárum. Nú kemur vöðuseiurinn mest á eystri firðina
á Norðurlandi, Eyjafjörð og lengra austur. »A Skjálfanda
fer að verða vart við hann i nóvember og á siðari árum
fyrri og fyrri. Um 1870 kom hann ekki fyr en í marz.
Hann fór aftur seint i maí. Annars eru mjög áraskifti að
honnm. Veturinn 1899 — 1900 var mikið af honum á
Axar-firði, en litið á Skjálfanda. Nú er hann skotinn dálitið úti
á fióanum. en áður var hann alment veiddur i nætur; þvi
var hætt 1876. A Eyjafirði var mikið af honum fram til
1880 og kom þá á jólaföstu, en siðan hefir verið litið um
hann; kemur hann nú (1900) um nýársleitið og fer alveg
um krossmessu, þó fer kæpan i miðgóu til að kæpa og
kemur aftur viku fyrir sumar. Lifir hann þar einkum á
síld og selögn, smákrabbategund, en legst á annan fisk, ef
hún er ekki. Menn ætla að hann sæki fisk til botns á 60
föðmum-s.1) ■ Frá Vestfjörðum og Austfjörðum mun
vöðu-selurinn nú alveg horfinn, nema ef nokkrir flækjast þangað
stöku sinnum. A 18. öld og fram eftir hinni 19. kom vöðu-

Bjarni Sæmundsson í Andvara 1901. bls. 94—95.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0488.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free