- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
488

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

488

Spendvr.

hvalsauki eða hvalambur (spermacet), sem notað er tii
ljós-metis eða á annan liátt, það er íljótandi olia, sem storknar
er dýrið deyr. I innýíium búrans myndast »ambra«
(gall-eða garnasteinar?), afardýrt ilmefni.1) Búrhveli lifa i öllum
heimshöfum, sérstaklega i heitum höfnm, einkum sunnantil
i Atlantshafi, en þeir flækjast mjög viða norður og suður
og eru oft á ferðum sinum i smáhópum; þeim hefir á seinni
timum mjög fækkað sakir gegndarlausra veiða. Búrar lifa
mest á smokkfiskum, en gleypa líka stundum fisktorfur,
einkum makríla.

149. mynd. Búrhveli (Physetev macrocephalus),

Af skiðishvölum þekkjast 7 tegundir hér við land,
5 tegundir af reyðarhvölum með bakbæxli, og 2 tegundir
sléttbaka án bakbæxlis. Skiðishvalirnir lifa sem kunnugt er
mestmegnis á smádýrum, einkum krabbadýrum og
vængja-sniglum, en sumir svolgra lika i sig töluvert af smáfiski af
ýmsum tegundum. Petta þótti mönnum undarlegt i gamla
daga, þess vegna segir Konungsskuggsjá um norðhvalinn:
»Þessi fiskr lifir hreinliga, þviat þat segia menn, at hann
hafi öngva fæzlu aðra en myrkva ok regn, ok þat eitt er
fellr or lopti ofan á haf, ok þó at hann sé veiddr, ok
inn-ýfli hans opnuð, þá finnsk ekki slikt i hans maga sem
ann-arra fiska þeirra, er fæzlu hafa, þvi at hans magi er hreinn
ok tómr«. í’að var varla von að menn i þá daga tækju
eftir hinum örsmáu dýrum, er þessar stóru skepnur oftast
fæðast á. Hrefna (Balœnoptera rostrata), stundum kölluð
hrafnreyður eða hnýfill, er einn af hinum algengustu
reyð-arhvölum við Island og kemur oft inn í firði í öllum lands-

Pundið af því kostar nú 3—4000 krónur.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0500.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free