- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
495

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fuglar.

495

alment séð, að útbreiðsla fuglanna fylgir svipuðum lögum
eiusog jurtirnar og aðrir dýrafiokkar. Mikill þorri
tegund-anna á heimkynni kringum alt heimskautið. eða þá i
tempr-uðum löndum þar suður af i öllum heimsálfum. Af þeim
72 tegundum, sem verpa á íslaudi. eiga 47 tegundir heima
i hringbeltum kringum pólinn (eru .»circumpolar«), þar af
hafa 8 tegundir aðallega heimkynni sin i póllöndum fyrir
norðan Island eða með kaldara loftslagi. 3 tegundir lifa
norðan til við Atlantshaf og Kyrrahaf, 5 tegundir aðallega
við Norðuratlantshaf og 30 aðallega i tempraða beltinu fyrir
sunnan pólbaug. Takmörkin er mjög örðugt að ákveða.
hvort svæðið grípur inn i annað; 23 tegundir fugla, sem
verpa á Islandi, eiga lika heima i Evrópu og Asíu og 2
tegundir eiga heima i Ameriku en ekki i Evrópu
(straum-önd og húsönd). Af þessu sést að fuglalifið á Islandi er
likt þvi, sem er i þeim löndum, er liggja við
heimskauts-baug og það hefir Evrópublæ, er svipaðast fuglalifi hinna
norrænu landa i Evrópu; áhrifin frá Ameriku eru litil. Enn
betur sést skyldleikinn við Evrópu og samgöngurnar úr
þeirri átt, þegar athugaðar eru tegundir aðkomufugla og
fiækinga; 12 tegundir þeirra eru úr öðrum
heimskautslönd-um. 2 algengir Atlantshafs-fuglar og 30 tegundir frá Evrópu,
en af Amerikufuglum hafa aðeins flækst hingað tvær
teg-undir (Anser hyperboreus og Ceryle alcyon). Tveir fiækingar
af suðurhveli jarðar liafa lika sézt við Island (Puffinus
gri-seus og Diomedea chlororliynchos). Hve miklu meiri
skyld-leika Grænland hefir við Ameríku sést af aðkomufuglum,
sem þar hafa náðst, 15 tegundir eru frá Evrópu, en 35 frá
Ameriku x)

Pað er ætið sem mestu ræður um útbreiðslu fuglanna
á Islandi einsog annarstaðar. Þvi norðar sem dregur, þvi
meir fækkar hinum eiginlegu landfuglum, er nærast á
fræj-um og skordýrum eingöngu, en mýrafuglum, vatnsfuglum
og sjófuglum, sem lifa á vatnsdýrum og sjófangi. fjölgar til-

H. Winge: Grönlands Fugle, bls. 64.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0507.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free