- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
548

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

548 Fiskai-.

veiðst hámeri, sem 4 stýrisfiskar héngu á;1) Jap. Steenstrup
fann 1840 á Islandi nokkra einstaklinga af þessari tegund, sem
héngu á skipi. Aphanopus Schmidti, af djúpfiskakyni, er ný
tegund fyrir visindin, hefir hvergi fundist áður, fyr en fiskur

178. mynd. Stýrisíiskur (Echeneis).

þessi rak i Vestmannaeyjum 15. sept. 1904, það var
kvenn-dýr, lx/2 alin á lengd. Bjarni Sæmundsson lýsti þessari
fisk-tegund fyrstur, teiknaði hana og mældi.2) Af sama kyni
þekkjast áður þrjár tegundir, það eru alt sjaldséðir djúp-

179. mynd. Aphanopus Schmidti; b-c tennur hans.

fiskar og hafa tvær tegundir fundist við Madeira, en ein
i Atlantshafi, suðaustur af suðurodda Grænlands, Karfi
(Sebastes marinus) er algengur fiskur við Island, einkum
að sunnan og vestan, en minna um hann fyrir norðan og

Aunálar Björns Jónssonar á Skarðsá, Hrappsey 1774—75. II,
bls. 194.

2) Videnskabelige Meddelelser fra Naturbistorisk Forening 1907,
bls. 22—27. Hinn 1. marz 1909 fengust 5 fiskar af þessari tegund á
140 íáðma dýpi SSV. af Bjarnarey í Vestmannaeyjum. (Skýrsla
nátt-úrufræðisfél. 1911, bls. 34.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0560.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free