- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
580

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

580

Lágdýr í sjó.

niá heita órannsakað enn á íslandi og eins allnr hinn mikii
grúi af smáverulifi i mold og vötnum.

1 sjónum kringum Tsland er mjög aubugt dýralif af
hinum óæðri flokkum, en útbreiðsla þess er enn mjög litið
rannsökuð; þó mikln hafi verið safnað á ýmsum
rannsóknar-ferðum, þá er ekki enn búið að vinna úr söfnunum og rita
um þau nema að litlu leyti. Hið lægra dýralíf i sjónum
hagar sér likt og fiskarnir, útbreiðsla ’tegundanna er
ná-tengcl sævarhitanum og straumunum: tegundirnar raða sér
samkvæmt eðli sinu um tvö ólik svæði. kuidablær er á öllu
sædýralifi við Norður- og Austurland. en suðrænar tegundir
yfirleitt fyrir sunnan og vestan, en á takmörkum er
blend-ingur af báðum stofnum. Bæði rekdýrin á yfirborði og þau.
sem dýpra lifa. raða sér yfirleitt eftir [sömu lögum, nema
hvað hin hreyfanlegu dýrin eru nokkuð breytilegri eftir
árs-timum, heldur en hinar staðbundnu tegundir, sem
annað-hvort alla æfi eða nokkurn tima lifsins eru bundnar við
takmörkuð svæði. f*ær hinar staðbundnu tegundir, sem i
æsku hvariia um höfin i rekdýragerfi, geta þó stundum sezt
að á blettum fyrir utan sitt eiginlega þroskasvæði, ef
iifs-skilyrðin þar eru nokkurn veginn notandi.

Hin lægri dýr i djúpinu fyrir norðan og sunnan
Fær-eyjahrygg eru gagnólik i flestum greinum, enda engar
beinar samgöngur milli botndýraflokka beggja megin. I
Norðurhafinu er sædýralifið yfirleitt miklu fátæklegra en
fyrir sunnan hrygginn. Af krabbadýrum eru þar i djúpinu
sérstök kyn af suðrænum uppruna og hafa ’sum útbreiðslu
alt suður undir miðjarðarlinu, en fvrir norðan hrygginn eru
önnur kyn og aðrar tegundir, sem eingöngu lifa i hinu
kalda djúpi heimskautshafa og eins er um alla aðra
dýra-flokka. Sunnan við hrygginn er á sævarbotni mikil mergð
suðrænna kóraldýra og blómdýra, einkum hornkórallar og
liðkórallar, sumstaðar fyrir sunnan Island eru heilir skógar
af þessum kóralladýrum, en engar af þessum tegundum hafa
fundist i kalda sjónum fyrir norðan hrygginn.x) Eins er um

H. Jungersen í Geogr. Tidsskrift XIV, bls. 40.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0592.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free