- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / Annað bindi /
592

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

592

Athugasemdir og viðaukar.

land (Vidensk. Selsk. Skritter VIII, nr. 4. Köbenhavn 1910,
4°. 86 hls.) og Th. Thoroddsen: De varine Kilder paa
Is-land, deres fysisk-geologiske Forhold og geograíiske
Ud-bredelse (Vid. Selsk. Oversigter 1910. nr. 2—3, 8°, 132 hls.).

11. hls. 419. Skozkur grasafræðingur, Francis J. Lervis,
rannsakaði 1907 ýmsar mómýrar á Suðurlaiidi,
lagskift-ingu þeirra og jurtagróður. Neðarlega í mómýrunum
fann hann miklar leifar af birkitegund einni ÍBetula
verrticosa), sem nú er ekki lengur til á Islandi, vex
að-eins töluvert sunnar, í Danmörku og á flatlendi í Noregi,
helzt sunnantil. Þetl a bendir einsog annað á mildara
loftslau; en nú skömmu eftir ísöldu. F. J. Lewis:
Strati-tication of Peat Deposits in Iceland (Transacfions of the
Royal Society of Edinburgh, Vol. 47. Part IV (No. 26),
Edinburgh 1911, 4°. bls. 827—831).

II. hls. 445. Um „Sægróður Islands" hefir dr. Helgi Jónsson
skrifað nýjar ritgjörðir i Skírnir 1911, hls. 25—37 og í
Skýrslu náttúrufræðisfélagsins, Rvík 1911. hls. 36—39.

II. hls. 515. Hin seinustu ár hafa fáeinar fuglategundir
náðst á Islandi. sein ekki liafa sézt þar áður. Krossnefur
(Loxia curvirostra) á heima i barrskógum í Skandinavíu
og viðar, af þeirri tegund voru tveir fuglar skotnir í
Kefia-vík 2. júlí 1909, einn fanst litlu siðar dauður í
Vestmanna-eyjum og i júnimánuði náðist einn lifandi i Norðiirði eystra;
hópur af fuglum þessum hefir vilst hingað og tvístrast i
hafi. Lapplands-jaðrakan (Limosa lapponica) náðist við
Eyrarbakka 2. nóvember 1908, votlendisfugl svipaður
vana-legum jaðrakan. en minni. Dvergmáfur (Larus minutus)
náðist nærri Prídröngum við Vestmannaeyjar 28. maí 1909;
fugl þessi er yfirleitt sjaldgæfur við vesturstrendur Evrópu,
en á heima i Austurevrópu og Siheriu. Ennfremur liefir
hettumáfur (Larus ridibundus) náðst nokkrum sinnum.
(Skýrsla náttúrufræðisfélagsins 1909 og 1910. Rvík 1911,
hls. 29—32).

Eg hefi i þessari hók alstaðar ai’ ásettu ráði notað íslenzk
mál á hæðum, lengdum og flötum, því langt mun verða
þang-að til alþýða verður búin að átta sig á og venjast hinu útlenda
metraniáli.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:17:57 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/2/0604.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free