- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
V

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Formáli.

Hin fyrsta deild þessarar ljsingar kom út á árunum
1908 — 1911, þar var lýsing landsins og náttúrunnar skráð í
einni heild með efnisyfirliti og registri. eða með öðrum
orðum, landlýsingin var sjálfstætt verk, ágrip af öllu því.
sem meun þá vissu um náttúru landsins. Hér þurfti því
ekki beinlinis áframhald, því þjóðlýsingin út af fyrir sig
fékst við alt önnur verkefni. sem ekki snertu hina
eigin-legu landlýsingu að öðru en því, að landsbúar lifa á
náttúr-unni og af henni og verða að liaga atvinnuvegum sínum
eftir eðli landsins. Pegar Hafnardeild Bókmentafélagsins
var lögð niður 1911, hætti eg við að rita þjóðlýsinguna og
fór að fást við önnur vísindaleg störf. Eins og getið er í
formála fyrsta bindis var það upphaiiega tilgangurinn, að
lýsing þjóðar og atvinnuvega kæmi smátt og smátt á eftir
landlýsingunni, eins fljótt og kringumstæður leyfðu, en nú
var aðstaðan öll mjög breytt, svo eg lagði verkið niður.

Fyrir stöðugar ábrýnslur ýmsra góðkunningja minna og
sérstaklega fyrir áskoranir Guðmundar Björnssonar
land-læknis hefi eg þó látið tilleiðast að halda verkiiiu áfram og
byrja með því að lýsa atvinnuvegum þjóðarinnar og þá
sérstaklega landbúnaðinum, sem enn er aðal-atvinnugrein
Islendinga. Eg hafði um langan tíma safnað miklu efni til
þjóðlýsingar og bjargræðissögu þjóðarinnar. en það var
auð-séð, eftir því sem til hagar á fslandi, þar sem
fræðimenn-irnir eru fáir og stórar bækur mjög sjaldan eru prentaðar,
— að söfn mín mundu verða að engum notum, ef eg ekki
ynni úr þeim sjálfur i lifandi lífi og skrásetti aðalefnið, svo
að glögt yfirlit fengist, sem aðrir siðar gætu bygt á. En

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0011.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free