- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
101

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Túngavðar

101

og mátti fara sýslu úr sýslu án þess nokkur girðing sæist
uppistandandi. Jón Sveinsson sýslumaður segir 1781, að
girðingar túna séu þá »viðast fallnar og forsómaðar«, og
túnin ^liggja nú viðast hvar opin og ógirt*.1) Pó sá bæði
hann og margir aðrir i þá tima, hve nauðsynlegar
girð-ingarnar voru. og Olafur Stephensen stiftamtmaður segir:
»til litils kemur öll vor hirðusemi um tún, séu þau ekki
umgirt-með gripheldum görðum«.®) Nicolai Mohr, sem
ferðaðist viða um Island á árunum 1780—81. kom að
Kjörs-eyri við Hrútafjörð og sá þar túngarð kringum alt túnið,
sem hann annars hvergi segist hafa séð á Tslandi, en leifar
af gömlum föllnum görðum segir hann sjáist viða.
Bónd-inn á Kjörseyri sagði honum. að garðhleðslan hefði borgað
sig vel, þvi nú fengi hann tvöfalt meiri töðu af túninu en
áður;3) fáir bændur munu i þá daga hafa verið svo
skyn-samir. Sumir embættismenn munu þó hafa girt túu sín,
þess er t. d. getið um Jón Jakobsson sýslumann (1738—
1807), að hann hafi látið setja túngarð um tún sitt á
Espi-hóli og sléttaði það viða.4) Magnús Stephensen gefur i
Eftirmælum 18 aldar túnunum á þeirri öld þann vitnisburð,
að þau séu allviða »rótlaus, sporuð, fena- og flagafull,
elt-ingar- og mosagróin. mýrskotin með köflum, úrgengin eða
illa slæg. og heilum sýslum eða landsfjórðungum saman
ó-girt, nædd og kalin«. Landsnefndin mikla 1770, sem átti

að gefa stjórninni skýrslur um ástand atvinnuveganna á
»

Islandi, benti meðal annars á girðingamálið og varð það
til þess, að stjórnin gaf út hina alkunnu túngarða- og
þúfna-fyrirskipun 13. maí 1776.5) f*ar er boðið með harðri hendi,

J) Um vallarrækt (Gömlu Félagsritin I, bls. 166).

s) Gömlu Félagsritin VI, bls. 53.

3) N. Mohr: Forsög til en islandsk Naturbistorie, Köbenhavn
1786, bls. 357. Bóndinn hét Olafur fórðarson og var merkisbóndi og
dugnaðarmaður. Sbr. Eimr. XX, 1914. bls. 176-183. Ólafur Olavius
(Öecon. Rejse bls. 55) sem ferðaðist á íslandi 1775—1777, segir um
ís-lenzku túnin, að þau séu »ufredede, tuede, skaldede og forfaldne i
större eller mindre Grad«.

4) Sýslumannaæfir I, bls. 283.

B) Lovsamling for I»land IV, bls. 278-296. Atli. 1783, bls.
15-31. Skýrslur um landshagi á Islandi II, bls. 119—121.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free