- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
109

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Túnasléttun

109

farið undir torfurnar með spaðanum, af öðrum manni, og
þeim kastað frá. Pessi sléttunaraðferð er fljótlegri og ganga _
1-2 dagsverk til dagsláttunnar, Ef sléttað er að vorinu og
torfið ekki liggur þrem dögum lengur og hagfeldlega er
borið undir tyrfing, þá sprettur slik slétta samsumars og er
vel gróin annað sumar. Svipuð aðferð er að rista fyrir með
heyljá, en undir torfið með torfljá og hafa torfið
sniddu-myndað, en sú aðferð er jafn seinleg og hin fyrsta. 3. Ofanaf
er skorið með skera og spaða og flagið siðan plægt og
herfað; pæling moldarinnar verður á þann hátt miklu
fljótari og betur gjörð og allar þúfur mjdjast niður að
rót-um; til dagsláttunnar munu ganga 53 dagsverk. 4. Aðferðin
er að plægja þúfnastykkin með grasrótinni. jafna siðan
flagið sem bezt og bera hentugan áburð i.1) Pessa siðustu
aðferð kallaði Guðmundur Olafsson á Fitjum flagsléttu2) og
þ}Tkir hún lang hentugust og fljótlegust, þar sem grasrótin
er slæm og svo lit.il, að hún mundi eigi duga að þekja
sléttuna, er svo áburður borinn i og grasfræi sáð i flögin
eða settar i það rófur eða kartöflur, eða sléttan er látin
eiga sig og gróa upp og tekur það víðast langan tíma;
sléttur þessar hafa reynst mjög misjafnlega. Björn Jensson
skólakennari stakk upp á þvi iy02,3) að Islendingar alveg
hættu við þaksléttuaðferðina, plægðu öll tún og gerðu þau
að sáðlandi með skiftisáning teiga. Um þessa uppástungu
urðu miklar umræður, en flestir voru á þeirri skoðun, að
slíkt væri óframkvæmanlegt á túnum á Islandi, þar mundi
hin gamla þaksléttu-aðferð borga sig miklu betur, en
gras-fræsáning gæti verið heppileg til útgræðslu á óræktaðri
jörð.4) Nú eru viðast flatar sléttur á íslandi, en á seinni

’) Tímarit Bókmentafélagsins I, bls. 38—41. G. E. Fáein orö
um túnaslóttun (ísafold II, 1875, bls. 9—13).

2) Andvari T, bls. 158-164.

3) ísafold 1902, nr. 64 og 65. Uppástungur um þessa aðferð voru
ekki nýjar, um hið sama hafði F. W. Hastfer ritað 1757 (sbr. Gl.
Fél-agsrit XII. bls. 5) og Sveinn Sveinsson J20 árum síðar í Andvara IY.
1877, bls. 144—152. Sbr. Ný Félagsrit XIX. 1859, bls. 102—107.

4) Umræður í Búnaðarriti XVI, 1902, bls. 243-259.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0127.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free