- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
116

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

116

Tún

Nátthagar. Ræktað land hefir allvíða verið stækkað
með náUli’ögum og færikvíum, fónaður hefir verið látinn
teðja illa sprottið harðvelli utan túns, sem smátt og smátt
hefir gróið upp og orðið töðuvöllur. Fornmenn hafa eflaust
ræktað land með nátthögum, en muuu oftast hafa kallað
þá traðir, þó hefir orðið nátthagi snemma verið brúkað,
þvi 1398 i vottorði um kaup á Hrisum i Helgafellssveit, er
sagt að jörðunni fvlgi nátthagi, en tekið fram að i kaupi
á Svelgsá hafi nátthagi ekki fylgt.1) Jón Bjarnason 2) i

r

Olafsdal (f. 1807, d. 1892) bygði á seinni timum fyrst
nátt-liaga vestra um miðja 19. öld, og tóku margir það eftir
honum um Vestur- og Xorðurland, og siðan liefir nátthaga-

r

ræktun orðið algeng. I Skaftafellssýslum höfðu sumir þó
enn haldið hinum gamla sið að afgirða svæði sem
nátt-haga eða traðir fyrir hesta. Sveinn Sveinsson segir 1885.
að sé jörðin góð, sem nátthagi er á, kemur hún mjög iijótt
til og verður oft á þriðja ári eins góður töðuvöllur og tún-

r

ið sjálft.8) Torfi Bjarnason í Olafsdal segir 1884: »Nýlega
eru menn farnir að hirða meira af áburðinum uudan ánum
á sumrin, með þvi móti að láta þær liggja svo sem 5—7
stundir að nóttunni inni i girðingu, frá þvi ær fara að bera
á vorin og þar til eftir réttir, eða hérumbil 16 vikna tíma.
Háir þetta ánum alls ekki, en eflir mjög töðuræktina; má
á þennan hátt halda allgóðri rækt i einni dagsláttu með
hverjum 20 ám. Girðingar þessar kalla menn nátthaga, en
réttara væri að nefna þær bæli. þvi að i þeim liggja
ærn-ar, en hafa þar alls enga beit. Til þess að sem mest not
verði að fjárbælunum, þurfa þau að vera litil, eða, sé gjörð
stór girðing. þá er bezt að skifta henni í sundur í
smá-girðingar, svo að ekki þurfi að bæla lengur en 10 — 14
næt-ur í sama bæli til þess að fá nógan áburð. Séu ærnar 100
—120, er hæfilegt að hvert bæli sé hérumbil hálf dagslátta;

’) Dipl. Isl. III, bls. 688.

2) fjóðólíur 44. árg. bls. 71.

3) Skýrsla Biinaðarfélags Suðuramtsius 1884—86, Rvík 1887,

bls. 22.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0134.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free