- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
123

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Áburður

123

hýsa kýr á surarum, sem þá var ekki títt, því hann segir.
að »50 kaplar af sumarmykju séu eins góðir til áburðar
einsog 90 af vetrarmykjuc.1) Yiða hefir kliningur verið
gerður úr kúamykju og honum brent, til mikils meins
fyr-ir jarðræktina,2; og sauðatað hefir alment verið notað sem
eldiviður um alt land, jafnvel þar sem nægur mór er til,
og er það þó ein hin bezta áburðartegund.3) Fyrrum hefir
þó miklu meira verið brent af taði en nú. Tómás
Sæmunds-son segir 1839: »Að fráteknum fáeinum sveitum, helzt við
sjáfarsíðu og nærri kaupstöðum, er nægast um alt land ekki
brent öðru til eldiviðar en kúamykju og sauðataði.«
sem sauðfátt er fyrir sunnan land og nægast er búið að
kúnum, mun algengt að tveir þriðjungar vetrarfjóshaugsins
séu hafðir til eldiviðar.« 4) Viðast á Vestfjörðum, þar sem
fé gengur í fjöru, eru sauðahús á malarkambinum; er
sand-ur borinn í fjárhúsin, álnar þykkur á liaustum, mokað svo
út á vetrum öllu taði ofan af með sandinum, svo það
verð-ur aldrei að gagni.5) Aðrar áburðartegundir en kúamykja
eru minna brúkaðar, þó er sumstaðar notað sauðatað og
hrossatað viðast, ennfremur salernisáburður, hlandforir,
fisk-slor, þangrusl, moð. aska og ýmislegt fleira.
Hrossataðshaug-ar eru víðast illa hirtir, taðinu venjulega mokað út á
vetr-um á hverjum mánuði, út fyrir hesthúsdyrnar, og látið
liggja þar sumstaðar fram á haust, og sumstaðar eru
gróð-ursettar kartöplur i haugunum.6)

Fyrr og siðar hafa búfróðir menn brýnt það fyrir
al-þýðu. hve nauðsynlegt væri að fara vel með áburðinn,
hirða hann vel svo eigi skemdist, og sérstaklega að
hag-nýta sér hinn fljótandi áburð. Hafa þær upphvatningar
borið töluverðan árangur á siðustu árum, svo menn hafa

’) Gömul Félagsrit XII, bls. 12. Sbr. Atli 1783, bls. 104—105.

2) Klíningur er alment eldsneyti hjarðmannaþjóða í upph’indum
Asíu, því þar er víðast mikill eldiviðarskortur.

3) Gömul Félagsrit V, bls. 87-89.

4) Fjölnir V, bls. 44.

5) Atli 1783. bls. 105—106.

6) Búnaðarrit XVIII. bls. 14-15.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0141.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free