- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
156

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

156 Mýrar og engjar

r

veitingar.1) Aveitur á islenzk engi og mvrar eiga eíiaust
mikla framtíð f}Trir sér, þvi jökulvatnið hefir mikið
frjófg-unarafl, ef það er hentuglega notað, bæði flytur það með
sér mikla leðju og inniheldur auk þess ágæt næringarefni
fyrir jurtirnar, sérstaklega mikið af fosfórsyru.2) t*að svnir
sig lika þar sem flæðiengi eru i ósalöndum ýmsra
jökul-fljóta, að stórvaxinn og þéttur starargróður kemur fram,
þar sem jökulvatuið seitlar yfir hægt og hægt, en eins og
vór fyrr gátum, gera hraðstreymar jökulkvislir oft mikið
ó-gagn á graslendi og hafa viða valdið miklum skemdum;

r

það er þvi áriðandi, að Islendingar læri að beizla þessar
ótemjur og geri sér þær gagnlegar með skynsamlegum
á-veitum.

Taðan er eins og kunnugt er aðallega notuð handa
kúm, en úthey handa sauðfé og hestum, nú er
sauðfjár-ræktin einn af aðalatvinnuvegum Islendinga, og er
útheys-aflinn því mjög þvðingarmikill fyrir þjóðina. Arlega afla
menn hérumbil 12 —1300 þúsund hesta af útheyi, eftir
Landshagsskýrslum að meðaltali 1891—1900 1153 þúsund
hesta, 1901 — 1905 1253 þús. hesta, 1906-1910 1324 þús.
hesta. Eðlilega er hev þetta mjög mismunandi að gæðum,3)

höfn 1844. Torfi Bjarnason: Um framræslu (Tímarit Bókmí. II, 1881,
bls. 201—264). Aðalsteinn Balldórsson: Um vatnsveitingar (Búnaðarrit
X, 1896, bls. 1—32). Páll Bjarnason: Um uppistöður og seitluveitur o.
fl. (Fróði VI. 1885, bls. 244-250. 253-258). Halldór Hjálmarsson: Um
seitluáveitu og flóðáveitu (ísafold VII, 1880, bls. 1—2). Ólafur
Ólafs-son: Um vatnsveitingar (ísafold VII, 1880, bls. 71, 74—75). Tryggvi
Gunnarsson: Um flóðgarða og vatnsvörzlugarða (Fróði V. bls. 161—
162). Sigurður Sigurðsson: Vatnsveitingaengi (Búnaðarrit XVII, 1903,
bls. 163 — 174). Jakob H. Líndal: Um vatnsveitingar (Arsrit
Ræktun-arfélags Norðurlands 1909, bls. 21—39). Eggert Briem: Um áveitur
(Freyr VI, bls. 49-55).

’ ’) Stjórnartíðindi 1913, A, bls. 189-194.

2) Um efnasamsetningu árvatns á Islandi, sjá Búnaðan-it XXI,
bls. 147-148; XXII. bis. 265—266; XXV, bls. 82. P. Feilberg,
Græs-brug paa Island, 1897, bls. 22. Tidskrift for Landwkonomi 1881, bls.
8-12. Botany of Iceland II, 1914. bls. 255.

3) Talið er, að 2 hestar af engjaheyi hafi ekki meira fóðurgildi
en 1 hestur af góðri töðu. Búnaðarrit XVIII, bls. 4.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0174.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free