- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
216

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

216

+sautpeniiigur

var átján vetra gamall, þá féll brunnvaka hans af höfðí
honum, og það sama haust lét Oláfur höggva hann*.1)
Sumir griðungar þóttu þá sem siðar illir viðfangs. Pess er
t. d. getið, að Þórólfur stærimaður átti griðung gráan og
ólman, hann gerði mönnum margt mein, þá er liann kom
úr afréttum, meiddi hann fó manna, en gekk ekki undan
grjóti, hann braut öll andvirki og gerði margt ilt.2)
Bænd-ur létu uxa sina verða gamla, alt að 9 vetra, áður en þeim
var slátrað, þóttu sumir gamlir uxar metfé og góðir gripir,
sem mönnum þótti vænt um. Gömlum uxum var oft blótað
i heiðni, og menn fórnuðu þvi goðunum, sem þeir möttu
mest.3) Höfðingjar gáfu hver öðrum gamla uxa i vingjafir.
Otkell gaf Hunólfi i Dal »uxa alsvartan niu vetra
gaml-an«.4) Helgi Droplaugarson gaf Bessa Ossurarsyni nixa
tvá. fimm vetra gamla, gráir báðir, stóðhest rauðan og
merar þrjár«.5) Hávarður Isfirðingur gaf Steinþóri á Eyri

r

auk annars »fimm yxn«.6) Ofeigur i Skörðum gaf Guðmundi
rika »tvá oxa rauða, sjau vetra gamla, ok váru þat hinir
beztu gripir«.7j Framan af notuðu menn uxa til plæginga,
arðruxa, létu þá draga arðrinn, meðan hann var notaður,
en siðar munu menn viða liafa stungið upp akurgerði sín,
en ekki plægt þau. Þó er getið um arðruxa fram á 13. og
14. öld, svo á stöku stað hafa þeir verið til, líklega þó
að-eins á Suðurlandi.8) I alþingissamþykt um fjárlag 1100 er
sarðruxi gamall á vár metfé«. Sjö vetra gamalt naut eða

>) Láxdæla 1895, 31. kap., bls. 86.

2) Laxdæla 1895, 79. kap.. bls. 246—247.

3) Oiötækið »rauður sein blótneyti« bendir til þess, að blótneyti
hafi hclzt átt að vera rauð á lit.

4) Njála, Rvík 1894. 52. kap., bls. 124.

5) Fljótsdælaíaga 1896, 18. kap., bls. 56.

6) Hávarðarsaga 1896. 23. kap., bls. 66

7) Ljósvetnicgasaga 1896. 7. kap , bls. 21.

a) í Sturlungu (II, bls. 295) er getið um arðruxa í Landeyjumr
er menn höiðu mætur á, og á Kirkjubæ á Síðu eru 1250 fjögur
arðr-yxn (Sturlunga III, bls. 162); 1371 er arðruxi á Borg undir
Eyjafjöll-um og 1397 tvö gömul arðryxn á Görðum á Alftanesi (Dipl isl. III,
bls. 259; IV, bls. 108).

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0234.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free