- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
218

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

218

+sautpeniiigur

faðir hans átti, og slátraði þeim i bú sitt.1) Porsteinn
Eg-ilsson lót leiða til búðar Egils föður sins þrjú yxn og
höggva til þingnestis honum 2) o. s. frv.

Auðséð er það á öllu, að fornmenn hafa farið miklu
ver með nautgripi sina en nú er gert, kýrnar voru látuar
ganga úti, þegar hægt var, og það stundum á vetrum, á
sumrum lágu þær úti á nóttu, en voru reknar heim á
stöð-ul kvöld og morgna; eðlilega hafa þær þá mjólkað miklu
ver en nú, er svo var með þær farið. Geldneytin voru
að-allega útigangspeningur, sem aðeins var hvstur, þegar
harð-ast var. Fjósin voru vanalega svo löguð, að kýrnar stóðu
i tveim röðum og sneru höfðum að veggjunum til beggja
’hliða, en stórar hellur voru reistar á rönd milli básanna.
í rústum fornra eyðibæja hafa fundist leifar af gömlum
fjósum, einkum i Pjórsárdal, bera þau vott um mikinn
nautgripafjölda á almennum bóndabýlum, hafa viðast verið
20—30 básar til beggja hliða og milligerð milli þeirra af
hellum, hver bás var vanalega l1/^ alin á breidd; fjósiu
hafa verið löng og mjó, vanalega 13 fet á breidd, likt og
enn er viða, þó kúaraðirnar væri tvær.3) Geldneytum voru

r

oft ætluð önnur fjós. A stærri heimilum með miklum
pen-ingi var verkum skift með húskörlum. einn látinn gæta

r

geldneyta, annar kúneyta, einsog hjá Olafi pá i
Hjarðar-holti;4) »fjósið var þar brott i skóg, eigi allskamt frá
bæn-um«. Alstaðar þar sem naut voru mörg og þeim var fylgt
i haga á vetrum, þurfti eðlilega sérstakan mann til þess, og
annar hefir þá annast kýrnar og fjósið.

Pegar kemur fram á 13. öld, fjölgar mjög heimildum
og frásagnirnar verða vissari. Þá er nautgripa oft getið i
Sturlungu, Biskupasögum og fornbréfum og sést það glögt,
að kýr og geldneyti hafa verið mjög mörg á hinum stærri

l) Eyrbyggia 30. kap., bls. 71.

») Egilssaga 81. kap., bls. 271.

3) Daniel Bruun: Fortidsminder og Nutidshjem paa Island,
Kb-haTO 1897. Þorsteinn Erlingsson: Ruins of the Saga Time, London 1899

4) Laxdæla 24. kap., bls. 70.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0236.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free