- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
239

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Nautgripakyn

239

frv., en allir litirnir eru þó meira og minna útbreiddir í
hverju bygðarlagi landsins. Hið sama er að segja um
stærðina. Hún er ærið misjöfn, lifandi þungi á
fullorðn-um kúm 600—900 pd. f*á er skapnaðarlagið eigi siður
mismunandi. Hér og hvar um alt land sjást fallega
skap-aðar kyr, ymist með glöggu mjólkurútliti og ótviræðum
mjólkureinkennum, eða eiginlegleikum holdakynsins meira
eða minna augljósum, þó það sé sjaldgæfara. En hitt er
heldur eigi sjaldgæft, að sjá illa skapaðar k}?r:
stórbeinótt-ar, þunnbrjósta, flatrifja, með uppstandandi halarót,
hang-andi inölum, skökkum fótum o. s. frv., og eru þær eigi
sið-ur en betur sköpuðu kýrnar misjafnlega lagaðar til mjólkur
eða holda, en þó venjulega mun lakari, enda stafa
skapn-aðartytin oftast af vondu uppeldi eða kyrkingu i kyninu*.
>Pegartekið er tillit til þess, hve landið er stórt og
gróðr-arfar og veðrátta mismunandi i ymsum héruðum, mætti
búast við, að hér væru mörg sérstæð nautgripakyn, en svo
er ekki þrátt fyrir margbreytni einstaklinganna. Orsökin
til þessa er liklega sú, að flutningar á búpeningi úr einu
landshorni i annað hafa jafnau átt sér stað, nautgripir
ýmsra héraða hafa þannig blandast, svo alclrei hefir orðið
timi til að móta sérstæð kvn, en um kvnbætur hafa menn

«/ ’ mJ

lítið hirt; kvígukálfar hafa þó oftast verið aldir upp undan
skárstu kúnum og hirðing þeirra hefir verið allgóð á seinni
öldum, af þessu hefir leitt að kúak}Tnið er yfirleitt gott
og vel lagað til mjólkurframleiðslu*.1)

Hvað stærð kúa snertir, þá ákváðu lögmenn, 24. ágúst
1693, að gild hundraðskýr mætti eigi vera minni en 7 eða
8 kvartil á herðakampinn, nema hún hafi þau gæði að nj’t,
sem vöxtinn bæti.2) 0. L. Bæröe segir, að íslenzkar kýr
séu yfirleitt stærri en hinar norsku; stærstar kýr fann hann
m-rðra, minstar i Múlasýslum. Bæröe mældi 111 kýr i
ýmsum landshlutum; á 34 kúm á Austurlandi var
skrokk-lengd að meðaltali 131 cm., brjóstummál 158 cm., á 48 kúm

’) Búnaðarrit XXII, 1908, bls. 3-5.

2) Atli 1834, kap. 14, bls. 93.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0257.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free