- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
255

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Fóður kúa

255

Eftir áætlun þeirra búmanna. sem nú höfum vérnefnt.
verður kýrfóðrið ekki talið nægilegt. nema það séu 550 til
040 fjórðungar af töðu eða töðugæfu heyi, og nú á 20. öld
mun kúm -vera gefið þannig á fiestum betri heimilum, þar
sem eintómt hey er gefið. Eftir skýrslum á víð og dreif i
Búnaðarritinu virðist, heygjöfin vanalega liggja á milli 4000
pda og 6500 pda. þó fyrir geti komið að meira eða minna
sé gefið. vanalega gjöfin er 5—6000 pd., en nú er
sumstað-ar farið að gefa allmikið af ýmsu kraftfóðri, fóðurbætir
ýmislegan, og þá minna af heyi. I nautgripafélögunum
var kýrfóðrið að meðaltali á öllu landinu i töðu, útheyi og
fóðurbæti á árunum 1906— 1910 2678 kg. eða 5356 pund.1)

Auk töðu og úthej’ja hafa kýr sumstaðar fengið
ýmis-legt annað fóður. Algengt var áður við sjóarsiðu, þar sem
heyjalitið var. að gefa kúm þorskhausa og barin fiskbein.
dálka og roð, sporða og ugga, fisksoð, slóg, gotur,
hrogn-kelsi og fleira sjófang.2) Á Vestfjörðum hafa menn oft
drýgt fóðrið með steinbít og steinbitshausum,3) og á
Barða-strönd var, 1886, kúm sumstaðar gefið hrossakjöt,
steinbits-hausar og steinbítsbein og einnig grútur hrærður sundur i
vatni. Pegar hart var, gáfu bændur á fyrri tiðum kúm
lim af hrísi, fjalldrapa, gráviðir, söl, ætiþang, murukjarna
o. fi.4) I Eyrarsveit og víðar við Breiðafjörð voru kýr
látn-ar mikið ganga í fjöru og mjólkuðu vel af því.5) A seinni
árum hafa, sem fyrr var getið, verið gerðar tilraunir með
að fóðra kýr á ýmsu kraftfóðri eins og tiðkast viða í

Páll Zóphoniasson: Nautgripafélögin. Skýrslar þeirra árin
1906 til 1910 (Búnaðarrit XXVIII. 1914 bls. 17—45). Af þessari mjög
fróðlegu grein má margt læra um afurðir kúnna á Islandi, fóður þeirra
og margt fleira, sem bér er ekki rúm til að athuga, en vjer visum til
ritgjörðarinnar sjálfrar.

*) Klausturpóstur IV. bls. 47, 62-63. í Lófóten í Noregi eru
kýr líka fóðraðar á þorskhausum. fiskúrgangi, síld og öðru sjófangi.
A. Helland: Lofoten og Vesteraalen, Kristiania 1897. bls. 201, 205,
211.

3) Ferðabók Eggerts Ólafssonar bls. 352, 427. Horrebow:
Til-forladelige Efterretninger om Island 1752, bls. 131.

*) Gl. ’Félagsrit VI, bls. 69—70.

5) Gl. Félagsrit VII, bls. 99-100.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0273.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free