- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
257

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Mjólkurhæð kúa

257

landi, þrátt fyrir það þó norðlenzku kýrnar sjeu heldur
nj’t-hærri, af því þær fá meiri töðu og er beitt minna haust
og vor en viða á Suðurlandi. Guðjón Guðmunclsson segir,
að fóðrun kúa sje mjög ábótavant, allvíða sjeu kýr
fóðrað-ar svo að segja eins allan veturinn, án tillits til þess, hvort
þær mjólka mikið eða litið. Af þannig lagaðri fóðrun leiðir,
að kýrnar, einkum þær nythærri, fá alt of litið fóður eftir
burð, og geldast þvi miklu fyr, og að kýr fá óþarflega
mikið fóður. þegar þær mjólka litið, miklu meira en þær
geta hagnýtt sjer, og er óefað eytt á þennan hátt hór á
landi til ónýtis árlega fóðri, er nemur mörgum tugum
þús-unda i krónum, ef ekki hundruðum þúsunda.1)

Mjólkurhæd kúa. Kýrnar á íslandi eru miklu færri en
áður, en þær, sem eru til, eru betur fóðraðar og hirtar, og
gefa miklu meiri arð. Hirðing kúa var á 19. öld orðin
talsvert betri en áður, en mestar framfarir i þessari grein
hafa orðið á 20. öldinni, siðan nautgripafólögin og
rjóma-búin komust á stofn og smjörið varð verzlunarvara.

Hvað nytháar kýrnar hafa verið i fornöld vita menn
ekki af öðru en þvi, að gjaldgeng kýr átti eftir ákvæði
Grágásar að vera »heraðræk at fardögum ok mjólka kálfs
mála«2) nægilega mikið handa kálfinum. Páll Zóphóniasson
telur það sennilegt, að það hafi verið um pott eða 2
merk-ur, »hafi svo verið, þá hefði kýrin, ef hún hefði borið um
nýár, átt að komast í 6 merkur, og með þeirri nyt mundi
kýrin mjólka um 1000 potta um árið«3) Ef þetta er rjett
tilgáta, hafa 1000 pottar verið álitin meðal kýrnyt á 12. og
13. öld. Eftir sögn Bjarna Halldórssonar sýslumanns á
fingeyrum er mælt, að 100 kýr hjá Lofti Guttormssyni
ríka á Möðruvöllum i Eyjafirði hafi jafnaðarlega mjólkað
15 fjórðungsfötur i mál »það gerir 6 merkur undan kú
hvern dag i árinu og verða þá 1095 pottar mjólkur undan
kú um árið«.4) í>að er sennilegt, að kýr forfeðra vorra,

») Búnaðarrit XXII, 1908. bls. 16, 17, 21-22, 41.

2) Grágás 1852. II. bls. 193. Sbr. Dipl. isl. I. bls. 165.

s) Búnaðarrit XXVIII, 1914, bls. 65.

4) Ólafur Stephensen Gl. Fjelagsrit VI. bls. 80.

17

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0275.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free