- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
275

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Sjúkdómar nautpenings.

275

komið upp i 145 kr. A Suðurlandi var kýrverðið, eins og
áður var getið. fyrrum lægra en annarstaðar, en þetta hefur
breyzt á 20. öld, svo kýr eru nii dýrastar syðra, ódýrari í
hinum afskektari bygðum. Stafar þessi breyting liklega af
rjómabúum, aukinni smjörgerð og mjólkursölu og svo er
peningaverðið eðlilega lægst i þeim héruðum, sem uæst eru
lánsstofuunum og öðrum peningalindum. I ófriðnum mikla
hefur, bæði hér á landi og annarstaðar, komið óeðlilegt
verð á allar landbúnaðarafurðir og kýrverðið hefur eðlilega
líka hækkað. Eftir verðlagsskrám 1916 var alment kýrverð
orðið nálægt 160 krónum, hæst i Re\rkjavik 172 kr., lægst
i Austur-Skaftafellssýslu 113kr.

Sjiíkdómar nautpenings Eftir hirðingu þeirri og
að-búnaði, sem kýr og annar nautpeningur hefur haft á
Ts-landi er furða, að sjúkdómar þó eigi hafa gert
nautgripa-ræktinni meiri baga en orðið hefur; nautgripakynið hlýtur
þvi að vera tiltölulega heilbrigt og hafa smátt og smátt
lagað sig eftir örðugum ástæðum. Af þvi landið er afskekt
og samgöngur við útlönd hafa oftast verið litlar. en báfé
sjaldan ílutt á milli landa, hafa næmar stórsóítir á peningi
sjaldan flutst hingað. Sjúkdómar hafa tiltölulega gert
naut-gripunum minna mein en sauðfénaðinum. Pó hafa
sjúk-dómar eðlilega frá öndverðu við og við gjört mikinn skaða
á kúpeningi einstakra bæja. en sjaldan hafa drepsóttir
gagn-tekið stór svæði eða heil héruð. Pegar i fornöld hefur það
eðlilega komið fyrir. að nautgripir hafa drepist á einstökum
bæjum af bráðum kvillum, en fornmenn reyndu að draga
úr skaðanum með vátryggingu og samábyrgð, sem fyr var
getið. í Sturlungu er getið um fall mikið á Skúmsstöðum.
svo að sjö menn féllu og bæði naut og hross.’j A dögum
Jóns 0gmundssonar helga (1106—1121) var bás einn i fjósi
á Hólum »er eigi hlýddi naut á að binda, þvi at hvert lá
dautt um morguninn, er [um aftaninn var á bundið.«*) en
Jón helgi sigraði þann sjúkdóm með trú sinni og staðfesti.

’) Sturlunga Rvík I, bls. 205.

*) Biskupasögur I, bls. 171—172, 194.

18*

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0293.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free