- Project Runeberg -  Lýsing Íslands / þriðja bindi /
361

(1908-1922) [MARC] [MARC] Author: Þorvaldur Thoroddsen
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

Hej-ásetning

361

arið, en setja hyggilega á annað hey. Ásetningarmenn áttu
að vera í hverri sveit til að líta eftir hvort þessu væri
fram-fylgt og til þess að ráðleggja betri hirðing og
viðurgjörn-ing, þar sem þess gjörðist þörf. Það skyldi og vera algild
regla, að taka helmingi meira hey á sumrum fyrir það hey,
sem lánað var á vetrum af þeim, sem eigi vilja vera i
ásetn-ingarfélagsskapnum, en að eins þriðjungi meira eður sem
sanngjarnast af mönnum í félaginu sem taka heylán *) Hve
mikinn árangur þessi tilraun hefir haft vitum vér eigi.
Seinna hafa menn, einnig með frjálsu samkomulagi reynt
að koma á ásetningseftirliti i einstökum hreppum, og hefir
það lánast vel. Slíkur félagsskapur komst á fót i
Svina-vatnshreppi 1874 og í Fellshreppi í Strandasýslu 1887. Það
var meðal annars þessu frjálsa eftirliti að þakka, að
Svína-fellshreppur komst klaklaust gegnum hin miklu harðindi
1881—82.8) Stjórnin virðist ekki hafa skift sór af þessu
eftirlitsmáli að öðru leyti en þvi, að hún lagði fyrir alþingi
1861 frumvarp til laga um illa meðferð á skepnum, og i
álitsskjali þingsins var stungið upp á hegningu fyrir þá,
»sem með grimdarfullri hörku drepa skepnur úr hor, þó
þeir eigi fóður handa þeim«. I opnu brófi 29. ágúst 1862
var þessi grein feld úr sem óþörf, með þvi að sá maður
einnig ætti að sæta hegningu, er með grimdarfullri hörku
lætur skepnur sinar drepast úr hor, jafnvel þó hann ekki
eigi fóður handa þeim. Pó er horfellir ekki beinlinis
nefnd-ur í tilskipun þessari.3)

r

A þingunum 1881 og 1883 var allmikið rætt um
hey-ásetning og árangurinn varð, að sett voru »lög um horfelli
á skepnum« 12. jan. 1884. Par er fyrirskipað að
hrepp-stjórar og hreppsnefndir hafi eftirlit með að hreppsbúar hafi
viðunanlegt húsrúm og nægilegt fóður handa fénaði þeim,
er þeir setja á vetur, og þá átti að sekta, sem feldu fénað

Tryggvi Gunnarsson: Nokkur orð um ásetning (Norðanfari VI,
1867, bls. 75-76.

*) Búnaðarrit XXVII, 1913, bls. 201-204.

») Tíðindi um stjórnarmál íslands I. bls. 581-585; II, bls. 511—
514, 804-805.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 16:18:18 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/lysingisl/3/0379.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free