- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
58

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

58

og geta með henni rakið för dýra og manna, án pess
að nokkur vottur sjáist til spora. Hundakyn er
margs konar, svo sem sjakalar, húshundar, refar og úlfar.

Sjakalar eru villtir, og likjast töluvert refum.
J>eir fara opt saman í stórum hópum, og
span-góla ámáttlega. Stundum ráðast peir margir saman
á Ijón og önnur stór dýr og drepa pau. J>eir lifa
sumstaðar i Miðjarðarhafslöndunum, i Asiu, og í
Afríku norðarlega, helzt pó á grassléttum og nálægt
eyðimörkum.

Húshundar hafa opt hringvafið skott og
ým-ist lafandi eður upprétt eyru. Af peim eru mörg kyn,
svo sem loðhundar, loðnir, stórir ; mjóhundar,
snoðnir og grannvaxnir; Nýfundnalands
hund-ar, hafa ákaflega löng hár á kviðnum og skottinu;
peir synda ágætlega og veiða fiska; G r æ n 1 a n d
s-hundarnir kunna ekki að gelta; peir eru ekki
stórir en mjög polnir; peir ganga fyrir sleðum, opt
margir saman. Litur og stærð húshundanna er mjög
ýmiss konar. Hljóð peirra er gelt, urr og spangól.
Hundarnir eru hin fyrstu dýr, sem maðurinn hefir
tamið, og eru hunum mjög gagnlegir. |>eir eru
tryggir, aðgætnir, hyggnir, hlýðnir og námf’úsir; en
geta pó opt verið grimmir ef á pá er leitað. I
út-lönduni eru viða varðhundar, er verja hlið og dyr,
og veiðihundar, sem eru hafðir til pess að elta dýr
og drepa. Hjá oss eru margir kynblendingar, af
útlendum hundakynjum, en liinir eiginlegu íslenzku
hundar eru loðnir smávaxnir með upprétt eyru og
loðna, hringbogna rófu. J>eir eru fráir á fæti og
marg-ir mjög yitrir. Hjá oss eru hundarnir hel^t notaðir

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0072.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free