- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
155

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<155

sem margs konar káltegundir; sumar eru kryddjurtir.
Af krossblómum, sem hér vaxa má nefna:

a. Með stuttum skáipi:
Skarfakál (Cochlearea), 2 tegundir, notað við
skyrbjúgi, vex við sjó. — Gæsablóm (Draba) með
flatprýstum skálpi. •— Hj artarfi (Capsella Bursa pasto~
ris) með prihyrndum og hálf-hjartamynduðum skálpi.

b. Með löngum skálpi:
Gæsamatur (Arabis) með hvítum
krónublöð-um. — Hlaupblaðka (Cardamine); 3 tegundir
vaxa hér; ein peirra, hrafnaklukka (C. pratensis),
er mjög algeng á votri jörð. — Strandbúi (’Cakile
maritima) vex á sjávarströndum.

Af káli eru til margar tegundir og
aukategund-ir; nokkrar eru ræktaðar hér, helzt í kaupstöðum.
Allar tegundirnar hafa gular krónur. — Af
mustarðs-kyninu vex hér villimustarður (Sinapis arvensis),
með ljósgulum krónum og sivölum skálpi. Hann er
mjög skaðlegt illgresi í ökrum.

lilágresisættin (Geraniaceœ). Bikar- og
krónublöðin eru 5 að tölu, 10 eða að eins 5
duptber-ar og 5 stýlar. Ávöxturinn er sprunguávöxtur, sem
skiptist i 5 einfrævaða smáávexti. Stýlarnir eru
var-anlegir, og halda áfram að lengjast eptir að
ávöxtur-inn er myndaður og hringbeygjast út að neðan hver
með sinn smáávöxt. —• Storkablágresi eða
stórablágresi (Geranium silvaticum), með
hand-rifjuðum, inniskornum og sepóttum blöðum og
fjólu-bláum krónublöðum, vex hér allvíða, einkum í
skóg-um og utan i hlíðurn.

Katostættin (Malvaceœ). Merkust jurt af

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0169.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free