- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
201

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<201

næst demant að hörku. Rauður kórúnd er kallaður
rúbín, en blár saffír. f>eir eru mjög hafðir tij
skrauts og rúbínar einnig í úr. Smergel er
járn-blandinn kórúnd, með honum eru fægðir steinar, gler
og málmar.

Spinnell, beryl og tópas eru dýrir gimsteinar
þeg-ar peir eru góðir. Spinnell finnst í Svíþjóð og viða
annarsstaðar. Grænir berylar eru nefndir
smaragð-ar. Topasar eru optast gulleitir eða dökkgulir. Mest
er af peim i Brasilíu.

d. Hálf-girnsteinar
hafa opt mjög líkt eðli og gimsteinar, en eru þó ekki
eins fagrir og nokkru linari. Harkan um 7. Margir
eru hafðir fyrir skrautsteina.

ólivin , gulgrænn með glergljáa, er hér víða i
smám kornum í basalti-

Kvarz (Si 02) er mjög útbreídd steintegund, með
ýmum litum og nöfnum. I kristöllum eru:
berg-kristall, gegnsær eins og vatn; opt í stórum,
fögr-um súlum sexstrendum ; ametyst, fjólublár;
reyk-kvarz, mógrátt. Myndlausir eru: kalsedon,
gegn-skínandi; karneól, rauður; agat, með mislitum
lög-um; jaspis, optast rauður. Náskyld kvarzi er og
tinna, sem finnst víða í krítarlögum t. d. í Danmörku.

Kvarz er mjög algengt hér á landi sem
annars-staðar. Yiða eru holur og blöðrur á hraunsteinum og
klettum fullar af pvi. Stundum sitja margir smáir
kvarzkristallar inn i bergtegundum eins og peir væru
hnoðaðir inn í deig, og opt sjást hvítar kvarzskánir á
steinum og hvítar æðar eða rákir í kletta og steina,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0215.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free