- Project Runeberg -  Ágrip af Náttúrusögu /
221

(1884)
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

<221

nokkuð að því, með því að hjálpa vatninu til að leysa
sundur efnasambönd jarðvegsins og steinanna, og
stormarnir feyktu steindusti og leirryki af hæðunum
niður i lægðirnar.

Smátt og smátt fór að brydda á lífi á jörðunni,
bæði í sjó og á landi. |>ó eru elztu jurtir og dýr,
sem fundizt hafa, mjög ófullkomin, enda var þá
jarð-vegur og loptslag óhagkvæmt, og ómögulegt að í því
gætu þrifizt jurtir þær, sem nú gróa. Loptið var þykkt
og dimmt sökum vatnsgufanna, er sífelldlega stigu upp
af hinum heitu vötnum; sólarinnar naut þvi ekki
full-komlega, en ljósið er eitt af aðallifsskilyrðum dýra
og jurta. Jarðvegurinn var blautur sökum vatnsins,
sem iðulega streymdi úr loptinu, og regluleg
gróðrar-mold var ekki til fyr en jurtirnar fúnuðu og
blönduð-ust eðjunni og leirnum, sem lopt og vatn myndaði.
Sjór og stöðuvötn voru fyrst heit sökum hitans að
inn-an, sem lagði út um jarðskorpuna. Elztu sjávardýr
höfðu þvi einmitt þá likamsbyggingu, sem þurfti til
þess að standast þenna hita. Elztu fiskar t. d. voru
þaktir beinskjöldum, sem hafa varið þá fyrir áhrifum
hins heita vatns. En af hita jarðarinnar leiddi það,
að jurta og dýralíf var fyrst hér um bil eins á öllum
stöðum jarðarinnar. En þvi meira sem hún kólnaði,
þvi meiri varð hitamunurinn við heimskautin og miðju
jarðar. Eptir þvi breyttist svo dýra og jurtalífið;
þær tegundir, sem ekki þoldu loptslagið, dóu út og
hurfu, en aðrar nýjar komu i staðinn, lagaðar eptir
loptinu og eðli lands og lagar, sem þær lifðu í.

Dýr og jurtir unnu talsvert að myndun
jarðarinn-ar á ýmsan hátt. Jurtirnar fúnuðu og blönduðust

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Sun Dec 10 18:11:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/natturusog/0235.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free