- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
7

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


Greg.: Jeg ætía að glotta, þegar þeir fara hjá,
og mega þeir taka það upp sem þeir vilja.

Sams.: Og sem þeir þora. Jeg ætla að smella
með fingrunum framan í þá, og er það þeirra skömm,
ef þeir þola það.

Abrah.: Ertu að smella fingrunum framan í
okkur, lagsi?

Satns.: Nei, jeg er að smella fingrum, lagsi.

Abrah.: Ertu að smella þeim framan í okkur?

Sams. (til Greg.): Er rétturinn okkar meginn, ef
jeg segi já?

Greg.: Nei.

Sams. (til Abrah.): Nei, lagsi; jeg smelli ekki
fingrum framan í ykkur, en jeg smelli fingrum.

Greg. (til Abrah.): Ertu að mana okkur, lagsi?

Abrah.: Mana, lagsi? Nei, lagsi.

Sams.: Ef þið gjörið það, þá er hèrna manni að
mæta; jeg þjóna fullt eins góðum húsbónda eins og þið.

Abrah.: Engu betri þó.

Sams.: Svo, lagsi?

(Benvolíó kemur álengdar.)

Greg.: Segðu betri; hèr kemur nú frændi húsbóndans.

Sams.: Jú, jú; betri, lagsi.

Abrah.: Þú lýgur það.

Sams.: Svo bregðið, ef þið eruð ekki bleyður!
Sýndu nú berserksganginn, Gregoríus.

Benv.: Hættið, glópar! hættið. (Þeir berjast). Sverð
í sliður! Þið vitið ei hvað þið gjörið!

(Slær sverðin úr höndum þeirra.)

(Tíbalt kemur.)

Tíb. (til Benvol.): Og þú vilt bera sverð með blauðum

þrælum!

Kom, Benvolíó; lít hèr bana þinn!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0013.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free