- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
9

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Þrjú borgaruppþot út úr litlum krit!
Þið, gamli Kapúlett, og greifi Montag!
vor stræti hafið þrisvar æst í uppnám,
svo Verónsborgar gömlu gföfugmenni
úr fögrum friðarskikkjum máttu klæðast
og leggja öldungs hönd á aldið sverð,
í friði ryðgað, ryðguðu gegn hatri.
Ef þið nú aptur brjótið borgar friðinn,
þið skuluð lífið láta fyrir griðrof.
í þetta sinn skal hver sem skjótast heim;
en kom þú, Kapúlett, nú þegar með oss,
og eptir miðjan dag, þú, Montag, einnig
til ráðhúss vorrar fornu, fijálsu borgar,
að heyra frekar vilja vorn um málið.
Eg segi enn: sè fjör yður kært, þá farið!

(Furstinn fer með föruneyti sínu; Kapúlett, frú hans, Tíbalt og
þjónar þeirra fara.)

Mont.: Seg, frændi, varstu hjá, er hófst sú rimma?

Benv: Þeim þjónum ykkar, fjandmanns þíns og þín,
i fyrstu lenti saman, en er sá eg
þá berjast óða, brá eg sverði’ og hugðist
að skilja þá. En þá kom Tíbalt óður
með brugðnu sverði og blès mèr eyrun full
af frýjunarstormi, hjó sèr yfir höfuð
og úc í loptið, sem með háði söng við,
en særðist eigi. Meðan við svo börðumst
í ákafa, þá komu fleiri’ og fleiri,
og veittu ýmsir ýmsum, þar til furstinn
kom sjálfur að og skipaði’ oss að skilja.

Frú Mont.: Æ, Rómeó, son minn! Seg mèr hvar
hann er,

eg sæl er þess, hann laus við stríðið fer.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0015.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free