Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
sem vinír mínir eru; oinnig þig
eg óska líka’ að sjá þar gleðja sig.
Í mínu lága húsi muntu sjá,
hve mörg ein jarðnesk sljarnan lýsa má
um nótt, og kenna yndi hinna ungu,
er ylskreytt vorið frosthælana þungu
hins kalda vetrar treður. Allt eins yndi
skal eg í kvöld í þínu vekja lyndi
með margri blómarósu; reyn og skoða,
og rós þá veldu, sem á dýrstan roða;
min dóttir fylgir fríðum hópi svanna,
hún fyllir tölu hinna, muntu sanna.
Kom með mèr.
(Rèttir þjóninum brèf.)
En þú, sveinn, skalt fara’ og finna
það fólk í Verónsborg, sem letrin inna
á brèfi þessu; hlaup og herm svo frá:
þinn herra vilji það í boði sjá.
(Kapúlett og París fara.)
Þjón.: Leita þá upp, sem skrifaðir standa hèr
á? Skrifað stendur, að skóarinn eiri við sína atin og
skraddarinn við sinn leista, fiskarinn við sinn
pensil og málarinn við sinn öngul. En jeg er út sendur
þær manneskjur til að uppgötva, hverra nöfn standi
hèr skrifuð, en aldrei fæ jeg uppgötvað, hvaða nöfn
sú skrifandi persóna hafi hèr á skrifað. Jeg verð
að fara til þeirra skriptlærðu.—Það ber vel í veiði.
(Rómeó og Benvólíó koma.)
Benv.: Nei, nei; þvi eldur slökkur annars eld.
og linazt getur sár af sviða annars;
ef snýr þú í þig svima, snýrðu’ hann af þèr;
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>