Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>
Below is the raw OCR text
from the above scanned image.
Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan.
Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!
This page has been proofread at least once.
(diff)
(history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång.
(skillnad)
(historik)
í kvöld við gildið færðu’ að horfa á hann,
og lesa yngissveinsins andlitsbók,
hve ljúfa drætti letri fríðleikspenninn,
og sjá hve línan ein við aðra fellur
unz allt í heild að lokum saman smellur;
ef bók sú hefir vafin orð og vönd
þá veitir skýring fróðleg augans rönd;
og unnustinn er ástarbókin þýða,
sem ekkert vantar, nema bandið fríða.
Hver fiskur blikar fegurst gegnum sjá,
eins fogur sál í gegnum skæra brá;
og fögur bók mun flestum geðjast bezt
ef fallegt mál í gullin spjöld er fest.
Svo veitir hann þèr allt af auðlegð sinni,
en ekki verður þú í neinu minni.
Fóstr.: Nei, minni! nei, við manninn gildnar konan.
Frú K: Svo, viltu giptast París, eður eigi?
Júl.: Eg ætla’ að sjá hann fyr en ljóst eg segi;
en hvar sem eg minn augna bendi boga,
þá bendir þú, hvar ör eg skuli voga.
(Þjónn kemur.)
Þjónn: Frú góð! gestirnir eru komnir, borðin
sett, kallað á yður, spurt eptir ungfrúnni, fóstrunni
blótað í búrinu og allt er á tjá og tundri. — Jeg
verð að fara og ganga um beina. Blessaðar
komið fljótt.
Frú K: Svo göngum dóttir, greifinn mun þín bíða.
Fóstr.: Þèr glaðar nætur krýni daga blíða.
(Þær fara.)
<< prev. page << föreg. sida << >> nästa sida >> next page >>