- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
41

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)


3. atriði.

Klefi Lárenz.

(Bróðir Lárenz kemur með körfu í hendí.)

Lár.: Nú opnar Dagur bjarta brá og hlær
að byrstri Nótt, og austrið gulli slær,
en dimman ringluð dregur sig í skjól
frá Dellings braut, og forðast ljóssins hjól.
En fyr en nálgast brennheit sólar-brá
og blómstra morguntárin þerra má,
skal karfan fyllt með ýmsum blómum blíðum
með banvænt eðli’ og heilsukrapti fríðum.
Vor jörð er allra móðir, allra gröf,
og allra líf og feigð er hennar gjöf,
hún lykur faðmi ótal börnin blíð,
sem brjóstið hennar nærir alla tíð;
þau börn að eðli eru gæðarík
og öll til nokkurs góðs, og þó ei lík.
O, máttug er sú mikla náð, sem býr
í móður þeirri og fyllir stein, grös, dýr!
því ekkert finnst svo aumt, sem jörðin ber,
sem enga nytsemd jörðu vorri lèr,
og ekkert finst svo gott að ekki megi
að illu verða, sett af rèttum vegi;
í lesti breytast kunna kostir flestir,
í kosti líka breytast verstu lestir.
Sjá, undir þunnum börk á þessu blómi,
er blandað saman eitri’ og heilsudómi,
við angan blómsins örvast lífsfjör allt,
en ef það smakkast, verður blóðið kalt.
Í jurt sem manni má því sjá og skilja
tvo máttka fjendur: náð og spilltan vilja,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0047.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free