- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
64

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

ó, kenn mèr hvernig sigruð fer að sigra,
er sveinn og mey um hreinar ástir tefla,
og fel það blóð, sem fossar mèr í kinnum
í feldi þínum, þar til ástin hættir
við feimni sína’ og finnur að sú ást,
sem saklaus er, sè sönn og þurfi’ ei blygðar.
Kom nótt, kom ljós um nótt, þú ljúfi Rómeó!
Þú skartar eins á skuggavængjum njólu,
sem mjöll á hrafnsvæng. — Kom þú, kæra nótt,
þú Kolbrún ástumhlýja, gef mèr Rómeó,
og þá hann deyr, þú mátt hann aptur eiga
og gjöra úr honum ótal ástarstjörnur;
þá verður hvarmur himinsins svo fagur
að jörðin hneigir hug til næturinnar
og sèr ei framar sól af ást til hennar.
Mitt hjarta hefir keypt sèr ástar-óðal
en ekki byggt; eg sjálf er öðrum seld,
en eigandinn ei kominn. — Dapri dagur!
sem dagur barni fyrir stóra hátíð,
ef á í vændum væn og spáný klæði
og þreyir svo. — Æ, þarna kemur fóstra,

(Fóstran kemur með stigann.)

og ber mèr frèttir; sèrhver sál sem nefnir
minn Rómeó rètt í svip, er málsnjall engill. —
Já, frèttir fóstra! hvað, er þetta stiginn,
sem þurfti’ að fá?

Fóstr.: Já, þarna er stiginn, trúi’ jeg.,

(Kastar honum niður.)

Júl.: Æ, hvað er að? því berðu þèr á brjóstið?

Fóstr.: Æ, guð minn góður! dauður, dauður, dauður!

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0070.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free