- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
70

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

og hugsa’ að þeirra helgur koss sè glæpur.
Slíkt má ei Rómeó, hann skal hrapa’ í útlegð,
en flugan má það; fljúgi hann sem skjótast,
og hún er frjáls, en hann er óalandi;
þú heldur samt að útlegð ei sè dauði.
En áttu’ ei eitur eða bitran morðhníf,
eða’ einhvern annan bráðdrepandi hlut,
sem sálgi mèr? en ekki þetta — útlegð!
Glataðir, munkur, öskra þetta orð
í neðsta víti. Harður ertu’ í hjarta,
þú hrelldra sálna huggarinn og prestur,
þú helgi skriptafaðirinn og vin minn,
að kvelja mig með orði þessu: útlegð.

Lár.: Þú vitfirringur, lof mèr anza orði.

Róm.: Þá ferðu’ að nefna útlegðina aptur.

Lár.: Eg sel þèr vopn að verjast þessu orði:
vit, heimspekin er hörmunganna nýmjólk
og huggun mun þèr gefa’ í þinni útlegð.

Róm.: Já, útlegð! — Taktu heimspekina’ og hengdu,
ef heimspekin ei getur skapað Júlíu,
fært borg úr stað og breytt um dómi fursta,
hún getur ekkert, hjálpar ekkert; hættu!

Lár: Eg sè að heimska vantar alveg eyrun.

Róm.: Sem ei er kyn, ef vitra vantar augun.

Lár.: Kom, eg vil ráðgast um þín efni við þig.

Róm.: Þú veizt ei neitt um það, sem þú ei reynir.
Nei, vertu jeg og vertu giptur Júlíu
í hálfa stund og hafðu drepið Tíbalt, —
þú færir þá að tala — þá að slíta
þèr hár af höfði’ og fleygja flötum niður
og mæla eins og eg þíns legreits lengd.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0076.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free