- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
96

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

5. atriði.

Herbergi Júlíu.

(Júlfa liggur á sænginni; fóstran kemur.)

Fóstr.: Þeg, stúlka, Júlla! stúlka, er það svefn!
Þeg, lamb, lamb, heyrðu! Svei, að dorma svona!
Æ, blíða, gæzkk, brúður, kona, seg’ eg!
Þú anzar ekki, ætlar víst að vaka
í viku’ á eptir, því að næstu nótt
mun París gjöra sitt til að þú sofir
ei fjarska mikið. — Herrann góður hjálpi;
jú, amen, amen! Sèr er þá hver svefninn!
Nei, hún má til að vakna: ungfrú, ungftú!
já, láttu greifann ganga’ að þèr í rúmi,
þú gætir svei mèr vaknað þá.—En hvernig?
hún hefif klæðzt og lagzt svo út af aptur:
Þú skalt þá vakna: ungfrú, ungfrú, ungfrú!
Æ, æ, æ! hjálpið, hjálpið! hún er dáin!
Æ, hryggðarhormung! Hvað kom til jeg fæddist!—
Hálft staup af rommi!—Greifi! greifa kona!

(Frú Kapúlett kemur.)

Frú K.: Hvað gengur á?

Fóstr.: Sá ólánsdagur, æ, æ!

Frú K.: Nú, hvað er að?

Fóstr.: Æ, sjáið! hörmung, hörmung!

Frú K.: Ó, vei! mitt einka barn og einka yndi!
Upp, lítt’ upp aptur, annars dey eg líka!
Ó, hjálpið, hjálpið, sækið hjálp!

Kap. (kemur): Svo sneypist!
og flýti hún sèr, greifinn bíður búinn.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0102.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free