- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
111

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Hèr, ástin mín! (Drekkur eitrið.),
Þú laugst ei, lyfjasali,
þitt lyf er skarpt. — Svo dey eg þá í kossi.

(Deyr.)

(Lárenz kemur hinum meginn inn í garðinn, og ber blys og pál og
reku.)

Lár.: Æ, fylg þú mèr nú, Fransiskus inn helgi!
En fyrri hef jeg, hrumur maður, hrasað
um dauðs manns gröf í dimmu. — Hver er þar
svo seint á ferð í framliðinna reiti?

Balth.: Einn vinur, sem eg veit þèr gjörla þekkið.

Lár.: Guð signi þig; en seg mèr, góður maður,
því lýsir þarna ljós til engra nota
hjá ormunum og augnalausum kúpum;
það kemur, sjái’ eg rètt, frá Kapúls grafreit?

Balth.: Já, helgi faðir, húsbóndi minn er þar;
þèr unnið honum.

Lár.: Hverjum?

Balth.: Rómeó.

Lár.: Nær kom hann hingað?

Balth.: Fyrir hálfri stundu.

Lár.: Kom með mèr þangað.

Balth.: Nei, eg þori ekki
því húsbóndi minn heldur eg sè farinn;
hann hótaði mèr áðan hörðum dauða,
ef hnýstist eg í hvað hann vildi gjöra.

Lár.: Svo bíddu, eg fer einn. Mig grípur ótti,
og grunar eitt hið geigvænasta slys.

Balth.: Eg sofnaði’ áðan undir trènu þarna,

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0117.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free