- Project Runeberg -  Rómeó og Júlía; sorgleikur (tragedia) /
113

(1887) Author: William Shakespeare Translator: Matthías Jochumsson
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (TIFF) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has been proofread at least once. (diff) (history)
Denna sida har korrekturlästs minst en gång. (skillnad) (historik)

Á hverju heldur hönd þín, elsku-ljúfi?
á eiturbikar, banameini lífs þíns? —
Æ, nízkur ertu, annt mèr ekki dropa
til hressingar; eg hlýt að kyssa munn þinn
og vita, hvort á vörum þínum finnst ei
nein ögn, sem bæti bölið mitt með dauða.

(Kyssir hann.)

Vör þín er heit.

1. varðmaður (úti) : Hvar, sveinn? Kom, vísa veginn.

Júl.: Þeg, hark!— eg hlýt að skunda. — Lukku-hnífur! —

(Tekur daggarð Rómeós.)

fá hèrna slíður! ligg þar lengi og ryðga,
en lát mig deyja!

(Leggur sig í gegn og deyr yfir líki Rómeós.)
(Varðmenn koma með svein Parísar.)

Sveinn: Lítið þarna staðinn,
sem blysið logar.

1. varðm.: Blóðug er hèr jörðin,
og leitið hèr í kring um kirkjugarðinn,
og fari sumir; fangið hvern sem hittist.

(Nokkrir varðmenn fara.)

Ó, ljóta sjón! hèr liggur greifinn fallínn
og Júlía blóðug! volg og varla sáluð,—
og hún var hèr um daginn jörðuð dáin! —
Far þú til furstans; finn þú Kapúlett,
en sæk þú Montag; sumir leiti betur!

(Aðrir fara.)

Vèr sjáum grundvöll hörmunganna hèr,
en hitta rèttan grundvöll þessa voða
ei auðnast fyr en atvik fleiri spyrjast.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 16:27:18 2023 (aronsson) (diff) (history) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/romeoogjul/0119.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free