- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
138

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

150

lögsögumanna tal og i.ögmanna.

þeirra Ragnhei&r var gipt Sigurbi Björnssyni, sem sí&an var
lög-mafer (Nr. 122). Frá Sigurbi lögmanni Jdnssyni er mikil ætt komin.

122. Sigurbr Björnsson. S. og A. (1677—1705).

Sigurfer Iögmabr var sonr Björns lögréttumanns, Gíslasonar
lögréttumanns, Björnssonar prests Gíslasonar, brdbur Árna á
Illíbarencla. Björn Gíslason átti Ingibjörgu dóttur Orms
Vigfús-sonar í Eyjum. þau bjuggu á Vatnsenda í Skoradal og í Bæ
í Borgarfirbi. Björn var sá sem síra Hallgrímr orti eptir þessi
erfiljdb: uGíslason er Björn burt", sem prentub eru í
Hallgríms-kveri; hann andabist 1656 en Ingibjörg kona hans 1671. Sigurbr
Björnsson var fyrst Iandskrifari um sjö ár, og var kosinn til
lögmanns á alþíngi 1677 eptir andlát Sigurbar lögmanns
Jdns-sonar í Einarsnesi (Nr. 121), og sdr þá sinn lögmannseib (alþb.
1677, Nr. 1), en Árni Geirsson var kosinn í stabinn til
land-skrifara. Ekki höfum vér konúngsbréf fyrir lögmannsdæmi
Sig-urbar. Sama ár sem hann varb lögmabr gjörbi hann brúbkaup
sitt um haustib til Ragnheibar Sigurbarddttur lögmanns Jdnssonar
frá Einarsnesi, fyrirrennara síns. 1683 fékk hann veitíngarbréf
Ileidemanns Iandfdgeta 18. Novbr. fyrir Kjdsar sýslu, og hélt
þar síban lögsagnara. 1685 var hann meb öbrum í ab semja
Bessastaba pdsta, sem kallabir voru, um húsgángsfdlk, lausamenn,
vinnufdlk, kaupskap og fleira; var þetta síban samþykkt á alþíngi
og fengib landfdgetanum Heidemann til ab fá konúngs stabfestíng
fyrir því, en sú stabfestíng kom aldrei; þd hafa Bessastaba pdstar
verib opt hafbir til ab byggja á þeim reglur um hjúahald,
lausa-menn o. 11., þeir eru prentabir í Lagas. Isl. I, 428—437. I
mál-um Jdns biskups Vigfússonar átti Sigurbr lögmabr ymsan þátt,
vegna þess hann var skipabr þar til ddmara.

Á dögurn Sigurbar lögmanns urbu þær miklu breytíngar á
stjdminni á Islandi, sem leiddu af einveldinu í Danmörku. þá
fdr rentukammerib smásaman ab taka vib þeirri stjdrn, sem
höfubs-menn og fdgetar þeirra höfbu ábr haft, en landfdgeti, amtmabr
og stiptamtmabr síban, voru settir fyrir framkvæmdarstjdrnina.
Lögmannavaldib þverrabi smásaman meir og meir, því allir
kappsmenn leitubu yfirréttarins, og ef þeir voru ekki ánægbir meb
hann, þá fengu þeir fyrir náb af konúngi ab skjdta málum
sín-um til hæstaréttar f Danmörku. þar af varb þab ab vana, a&
skjdta málum til hæstaréttar. Lögmenn voru ekki menn til a&

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0150.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free