- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
310

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

ÖRNEFNI í BJARNAR SÖGII HÍTDÆLAK.APPA. 310

ytra hluta hans, sem er mjdrri og stundum nefnist Eöst,
þótt allr fjörðrinn stundum nefnist svo. Hann gengr inn
millum tveggja bjarga. Nefnist hið nyrðra bjargið, sem ei’
hæri-a og meira, Höllubjarg, og er kennt við
Straumfjarðar-Höllu, sem getið er í f>jóðsögunum. Hið syðra bjargið er
lægra og að nokkru leyti urð; og er þar endinn, eða höfðinn,
á Kóranesi (sjá Egils sögu kap. 80). Fyrir innan nú nefnd
björg, og í Böstinni millum lands að norðanverðu og eyjar,
þar sem nefnist Suðrbúðarey, er djúp og góð skipalega.
pángað koma ár hvert lausakaupmenn. Norðanvert við
Stvaumíjörð er samnefndr bær.

Róiskelda, nú liefnd Hróarskelda, er gömul og mikil borg á
Sjálandi.

A ustrvegr, er sama og Eystrasalt, eða Austrsjórinn, með eyjum
þar, nesjum og ströndum, þar sem víkíngar opt herjuðu,
einsog víða er getið um í fornsögum vorum.

Garðaríki var par.tr af Rússlandi, við Eystrasalt. J>ess er
víða getið í sögunum.

Austrlönd nefndust: Garðaríki og önnur lönd austan Eystrasalts.

Hvítá. A þessi rennr austán úr fjöllum ofan í Borgarfjörð.
Hún dregr nafn af jökulvatni, sem í henni er, sjá Egils sögu
Skallagrímssonar, 28. kap. í á þessa geta sögurnar um, að
skip hafi opt komið, enda er hún framantil skipgeng, og
eru að eins fá (3—4) vöð á henni fjalls og fjöru í milli.

Borðeyri. Hennar er víða getið í sögum vorum, því þángað
komu opt kaupskip, og á seinni tímum hefir verið þar
all-mikil verzlun lausa- og fasta-kaupmanna. Kauptún þetta
er í Hrútafirði.

Hólmr í Hítardal, er nefndr svo af hól- (eða hólm-) myndaðri
hæð, grasi vaxinni, er Bjarnar saga nefnir Hólmsfjall, en nn
er nefndr Hólmr. Vestanvert við Hólm þenna, fram hjá
stórri og fagurri flöt, sem þar er, rennr Hítará úr Hítárvatní.
En undir hrygg nokkrum, er gengr niðr af Hólmi, að
vestan-verðu, stóð bær Bjarnar á nefndri flöt, eða grasi vöxnum
grundum, sunnanvert við Hítará. far sjást enn deili til
bæjarrústanna. Af Hólmi þessum draga Hólmslönd nafn
sitt. J>ar skammt fyrir ofan, í Foxufelli, er Bjarnarhellir,
sem sagan þó ekki nefnir, en getið er í ferðabók Eggerts
og Bjaina; er hann, að öílum líkindum, kenndr við Björn

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0322.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free