- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
316

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

312 ÖRNEFNI í BJARNAR SÖGII HÍTDÆLAK.APPA. 316

hrygg millum Hellisdals og Klifsdals og eptir Ivlifsdal
ofan í Hítardal, neðan eða vestan Hítarvatns og Klifsands.
Af ldifi því, sem farið er ofan úr Klifsdal, dregr dalrinn,
sem og Klifsandr, nafn sitt. Sem sagt, er þessi gamli vegr
nú lítt tíðkaðr, og gamla nafnið fyrir löngu niðr lagt.

Hólmsfjall; frá því er greint hér að framan, við Hólm.

Undir Hrauni hét fyrrum Staðr undir Hrauni, nú Staðarhraun,
bújörð prestsins í Staðarhrauns- og Álptartúngu-sóknum.

Jjórarinsdalr, er óbygðr dalr austr af Hítardal, í landsuðr frá
Hólini, aðskilinn frá Lángavatnsdal af fjallhrygg, er nefnist
Gvendarskarð. Hann er nú, sem fyr (sjá bls. 55 og 61)
afréttr hrossa, fjár og nauta; en ekki eru þar nú nein
rétta-höld.

Lángavatnsdalr liggr í landsuðr frá Hítardal, í landnorðr frá
Skarðsheiðarveginum. |>ar voru fyrrum, lílclega fram til
Svartadauða (1402), 12—13 bæir með kirkjustaðnum Borg;
en nú er dalr þessi í eyði; er hann þó fagr og grösugr, og
hafðr fyrir afréttarland, einkum af þeim, er búa suniian
Skarðsheiði. |>ar sést enn til margra af bæjarústunum; og
þykir byggilegast þar, sem Borg og Hafrstaðir (eign Akra
kirkju taldir) liafa verið, innanvert við Lángavatn. par (á
Borg) var og farið að byggja fyrir meira en hálfum
manns-aldri, en bær sá féll aptr bráðum í eyði, og síðan hafa engii’
orðið til að byggja þar, þótt dalrinn sé næsta byggilegi’i
sökum landgæða, nægra slægna og veiðar í vatninu.

í>órarinsdalsá í Hítardal er á sú, eða lækr, sem áðr rann í
Hítardal neðan Björgiu (Hróbjörg) út í Hítará, en hljóp
seinna (í tíð sira Halldórs Finnssonar í Hítardal) ofan grundir,
og niðr hraun, í Melsá. Hefir liann gjört sanda, þar sem
gott var graslendi og skógr, og kallast því nú Sandalæln’.
Hann kemr úr þórarinsdal, og nefndist forðum á, einsog
sagan vottar (sjá 60. bls.).

Hvítíngshjalli kallast nú optast Hjallar, og eru klettarið
grasi vaxin, niðr undan Klifsdal, en upp undan Hólmi. pótt.
saga Bjarnar geti (á bls. 51, 52 og 63) um stakkgarða á
Hjöllunum, segjast menn eldd vita, né geta þar séð, nein
deili til þeirra. En framanvert við Hólminn, niðrundan
Hjöllunum, er enn sama vað á Hítará, sem getið er í
sög-unni á bls. 63.

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0328.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free