- Project Runeberg -  Safn til Sögu Íslands og Íslenzkra Bókmenta / Annad Bindi /
322

(1856-1939) [MARC]
Table of Contents / Innehåll | << Previous | Next >>
  Project Runeberg | Catalog | Recent Changes | Donate | Comments? |   

Full resolution (JPEG) - On this page / på denna sida - Sidor ...

scanned image

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Below is the raw OCR text from the above scanned image. Do you see an error? Proofread the page now!
Här nedan syns maskintolkade texten från faksimilbilden ovan. Ser du något fel? Korrekturläs sidan nu!

This page has never been proofread. / Denna sida har aldrig korrekturlästs.

322

ÖBNEFNI í SNÓKSDALS SÓKN.

nafn af ánni, seni eptir lionum rennr, og hefir öndverðlega
heitið Selá, máske af því, að selför hafi verið höfð yfir ána
frá Ketilstöðum, eða náðzt í henni selr; en alþýðu saga
er: að Selr haíi heitið sá, sem fyrst hafi búið i Selárdal, og
haíi bærinn, dalrinn og áin dregið nafn af, og sé hann
grafinn í Selhól, sem er yzt í túngunni milli Skraumu og
Hafradalsár; jörð þessi var XVI liundruð, og er það enn
rúmlega við hið nýja jarðamat.

Skraumuhlaupsá; hún rennr eptir Selárdal endilöngum, en
eptir að Hafradalsá kemr í liann, fellr hún eptir djúpum
gljúfrum. milli Ketilstaða og Álfatraða, í útnorðr til
Hvammsfjarðar, en upptök hennar eru á Hitardalsheiði,
gagnvart Hítarár upptökum, svo þær skera af að mestu leyti
hið foma Snæfellsnes, og Skraumuhlaupsá skildi Snæfellsness
og Dala sýslu fynum. Nú er áin optast kölluð Skrauma,
en upphatlega hefir hún heitið Selá, eins og áðr er sagt,
að minnsta kosti fyrir ofan ármót, þar sem Hafradalsá
rennr i hana; sagt er, að áin dragi nafn af tröllkonu, sem
haii heitið Skrauma, og hafi hlaupið yfii’ ána á stokknum
fyrir neðan Hörtlafoss; en að mennsk kona hefði farið yfii’
liana á hlaupinu fyrir ofan Hörtlafoss væri máske ekki
ómögulegt, þareð lettir menn og huggóðir hafa hlaupið vtii’
hana á þessari öld.

Snóksdalr; þessi bær stendr upp í dal, sein gengr upp ’
hálsinn, milli Miðdala og Hörðadals, og er hann í Miðdala
hrepp; þar er önnur kirkjan í Miðdala prestakalli: jörðin
hefir verið talin LX hundraða, hálf eign kirkjunnar og háli
bónda eign; nú telst jörðin XXXII hundruð með hjáleigu
Gilsbakka. Sögn manna er, að dalr þessi liafi dregið nafn af
hesti, sem Snókr hafi heitið, hver eð haíi hahlið sig þar 1
dalnum um landnámstima, og dulizt þar i skógi um hríð.

Sópandaskarð; það liggr milli Lángavatnsdals og Laugadals,
og hefir þar alltaf verið þjóðvegr yfir, frá fyrstu byggíög"
landsins. Alþýðu sögn er, að bær hafi verið á skarðinu J
fornöld, sem Sópandi hafi heitið, og hafi skarðið dregið nafn
af bænum, en sé það satt, þá hefir bærinn að líkindum verið
aunaðhvort að vestanverðu á því, við Mjóadalsá, eða a<5
austanverðu í Viðimúla, en hvergi sér þar nein deili ’i

<< prev. page << föreg. sida <<     >> nästa sida >> next page >>


Project Runeberg, Mon Dec 11 18:04:08 2023 (aronsson) (download) << Previous Next >>
https://runeberg.org/safnsogu/2/0334.html

Valid HTML 4.0! All our files are DRM-free